Crossfitkonan Katrín Tanja Davíðsdóttir átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum eftir að hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í crossfit á sunnudaginn.
Crossfitkonan Katrín Tanja Davíðsdóttir átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum eftir að hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í crossfit á sunnudaginn.
Crossfitkonan Katrín Tanja Davíðsdóttir átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum eftir að hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í crossfit á sunnudaginn.
Katrín Tanja hafnaði í 2. sæti á undanúrslitamóti vesturhluta Bandaríkjanna og varð þar með þriðji Íslendingurinn til þess að tryggja sér sæti á leikunum sem fram fara í Madison í Bandaríkjunum í ágúst.
Katrín mætti í viðtal hjá Talking Elite Fitness eftir að hafa tryggt sér sæti á leikunum og var þá spurð hvort hún hefði fundið aftur ánægjuna og gleðina sem fylgir því að keppa í crossfit.
„Ég tárast núna því ég fann virkilega fyrir gleðinni núna,“ sagði Katrín Tanja.
„Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa í crossfit en ég hef verið í vandræðum í einhver ár núna.
Ég hef ekki notið mín og verið ósátt með sjálfa mig á sama tíma. Ég hef sett mikla pressu á mig og þetta hefur verið erfitt en núna er ég virkilega stolt af sjálfri mér og þakklát,“ sagði Katrín Tanja meðal annars.