Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir deildi nýverið spennandi verkefni með fylgjendum sínum á Instagram þar sem hún sagðist vera á leið í ferðalag til Grænlands. Hún birti fallegar myndir og myndskeið frá ferðalaginu, en nú hefur komið í ljós að ekki er allt sem sýnist.
Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir deildi nýverið spennandi verkefni með fylgjendum sínum á Instagram þar sem hún sagðist vera á leið í ferðalag til Grænlands. Hún birti fallegar myndir og myndskeið frá ferðalaginu, en nú hefur komið í ljós að ekki er allt sem sýnist.
Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir deildi nýverið spennandi verkefni með fylgjendum sínum á Instagram þar sem hún sagðist vera á leið í ferðalag til Grænlands. Hún birti fallegar myndir og myndskeið frá ferðalaginu, en nú hefur komið í ljós að ekki er allt sem sýnist.
„Ég falsaði ferðina mína til Grænlands!! Trúðir þú því? Mér þætti gaman að heyra hvað ykkur finnst,“ skrifaði Ása við myndskeið sem í fyrstu virðist vera tekið upp á Grænlandi, en síðan kemur í ljós að myndskeiðið er tekið upp í stúdíói.
Ásu var boðið að taka þátt í heldur óhefðbundnu ljósmyndaverkefni, en hún var beðin um að búa til falsað ferðalag í stúdíói með því að nota blátjald og myndvinnsluforrit.
„Í gegnum þetta verkefni uppgötvaði ég hversu auðvelt það er að leika á hlutina í þessum hraðskeiða stafræna heimi. Það er brjálað hvernig tæknin heldur áfram að þróast, sérstaklega með gervigreindinni sem er á uppleið, sem gerir það erfiðara að greina á milli þess sem er raunverulegt og ekki,“ bætti Ása við.
Hún segir verkefnið hafa átt að þjóna þeim tilgangi að hvetja til ábyrgrar efnissköpunar. Þá segir Ása vonast til að það verði áminning fyrir alla um að vera varkár og gagnrýnin á netinu, hvort sem verið er að skoða miðla eða deila efni á miðlum.