Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen hélt ræðu á þinginu í morgun sem var að hluta til skrifuð af gervigreindarforritinu ChatGPT.
Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen hélt ræðu á þinginu í morgun sem var að hluta til skrifuð af gervigreindarforritinu ChatGPT.
Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen hélt ræðu á þinginu í morgun sem var að hluta til skrifuð af gervigreindarforritinu ChatGPT.
Með því vildi hún benda á byltingarkenndar hliðar forritsins en einnig hættuna sem stafar af því.
Frederiksen flutti á þinginu hefðbundna ræðu, skömmu fyrir þinglok í Danmörku.
„Það sem ég hef lesið hérna er ekki ég. Eða nokkur önnur manneskja ef út í það er farið,“ sagði Frederiksen í miðri ræðu sinni og bætti við að ChatGPT hefði samið ræðuna.
„Jafnvel þótt það hitti ekki alltaf naglann á höfuðið, bæði þegar kemur að ákveðnum atriðum í starfi ríkisstjórnarinnar eða stafsetningu...þá er það bæði heillandi og ógnvekjandi að sjá hvað það getur gert,“ bætti forsætisráðherrann við um forritið.