Með snöru um hálsinn á Cannes

Íran | 31. maí 2023

Með snöru um hálsinn á Cannes

Íranska-Ameríska fyrirsætan, Mahlagha Jaberi, vakti talsverða athygli með klæðnaði sínum á Cannes-kvikmyndahátíðinni á föstudaginn.

Með snöru um hálsinn á Cannes

Íran | 31. maí 2023

Íranska-Ameríska módelið, Mahlagha Jaberi,mætti í ögrandi kjól á Cannes-kvikmyndahátíðina.
Íranska-Ameríska módelið, Mahlagha Jaberi,mætti í ögrandi kjól á Cannes-kvikmyndahátíðina. AFP

Íranska-Ameríska fyrirsætan, Mahlagha Jaberi, vakti talsverða athygli með klæðnaði sínum á Cannes-kvikmyndahátíðinni á föstudaginn.

Íranska-Ameríska fyrirsætan, Mahlagha Jaberi, vakti talsverða athygli með klæðnaði sínum á Cannes-kvikmyndahátíðinni á föstudaginn.

Jaberi mætti í sínu fínasta pússi líkt og er venjan á rauða dreglinum, en vakti það athygli viðstaddra að hálsmál kjólsins líktist snöru. Jaberi útskýrði í færslu á Instagram-reikningi sínum ætlun hennar með kjólnum væri að vekja athygli á mannréttindabrotum í Íran og fordæma ólögmætar aftökur sem þar eigi sér stað. 

Ekki er heimilt að gera pólitískar yfirlýsingar á Cannes-hátíðinni, en að sögn Jaberi óheimiluðu öryggisverðir henni að sýna skilaboð aftan á kjólnum en á bakhlið kjólsins stóð: „Stöðvið aftökur“. 

Aftökum hefur fjölgað verulega í Íran á síðustu árum eða um 83 prósent frá árinu 2021. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu í kjölfar dauða Mahsa Amini, sem lét lífið í haldi siðgæðislögreglunar þar í landi. Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum í landinu. 

mbl.is