Þjóðþekktur ástralskur hermaður tapaði meiðyrðamáli gegn þremur dagblöðum sem sökuðu hann um stríðsglæpi í Afganistan.
Þjóðþekktur ástralskur hermaður tapaði meiðyrðamáli gegn þremur dagblöðum sem sökuðu hann um stríðsglæpi í Afganistan.
Þjóðþekktur ástralskur hermaður tapaði meiðyrðamáli gegn þremur dagblöðum sem sökuðu hann um stríðsglæpi í Afganistan.
Ben Roberts-Smith var áður háttsettur í ástralska flughernum. Árið 2018 höfðaði hann mál gegn þremur dagblöðum sem greindu frá því að hann hefði myrt óvopnaða fanga í Afganistan.
Roberts-Smith hefur ávallt neitað sök og höfðaði því dómsmálið sem hefur kostað hann margar milljónir ástralska dollara.
BBC greinir frá því að um séu að ræða fyrstu réttarhöldin í Ástralíu þar sem stríðsglæpir ástralskra hermanna eru teknir fyrir.
Anthony Beskano dómari sagði í úrskurði sínum að dagblöðin hafi sannað að fjögur af sex morðásökunum á hendur Roberts-Smith væru „efnislega sannar“ og vísaði málinu frá.
Roberts-Smith sagði að fimm morð hefðu átt sér stað löglega í bardaga og hið sjötta hafi ekki átt sér stað.
Forsvarmenn dagblaðanna fögnuðu ákvörðun dómarans sem sigri tjáningarfrelsis í Ástralíu. Blaðamaðurinn Nick McKenzie sagði einnig að um væri að ræða sigur fyrir hermennina sem báru vitnisburð gegn Roberts-Smith og afgönsk fórnarlömb.
Um 40 einstaklingar báru vitni fyrir dómi, þar á meðal Afganir, ráðherra og fyrrverandi hermenn.
„Þetta er dagur réttlætis fyrir þá hugrökku menn í SAS [flughernum] sem sögðu sannleikann um hver Ben Roberts-Smith er – stríðsglæpamaður, hrellir og lygari,“ sagði McKenzie.
Roberts-Smith er einn þekktasti hermaður Ástralíu. Hann hlaut Viktoríu-krossinn, sem er hæsti hernaðarheiður Ástralíu, árið 2011 fyrir „áberandi dugnað“ í Afganistan er hann leitaði leiðtoga talíbana. Þá hitti hann meðal annars Elísabetu II. Bretlandsdrottningu.
Áströlsku dagblöðin The Age, The Sydney Morning Herald og The Canberra Times greindu frá stríðsglæpum Roberts-Smith sem áttu sér stað á árunum 2009 til 2012.
Dagblöðin greindu frá því að hann hefði sparkað óvopnuðum afgönskum bónda af kletti og skipað undirmönnum sínum að skjóta hann.
Þá tók hann einnig þátt í að skjóta talíbana að minnsta kosti tíu sinnum í bakið með vélbyssu. Maðurinn var með gervifót og á Roberts-Smith að hafa tekið fótinn með sér til Ástralíu og drukkið úr honum með félögum sínum.
Roberts-Smith er nú 44 ára gamall en hann hætti í hernum árið 2013.
Myndir náðust af Roberts-Smith í fríi á Balí fyrir réttarhöldin og var hann því ekki viðstaddur þau.
Niðurstöður skýrslu sem kom út árið 2020 gáfu til kynna að ástralski herinn hafi ólöglega myrt 39 óbreytta borgara og fanga í Afganistan á árunum 2007 til 2013. Þremur árum síðar er enn verið að rannsaka meinta glæpi rúmlega 40 hermanna.