Undirbúa verkfall eftir að upp úr slitnaði

Kjaraviðræður | 2. júní 2023

Undirbúa verkfall eftir að upp úr slitnaði

Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Landsnets og hefur RSÍ þegar hafið undirbúning verkfalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands.

Undirbúa verkfall eftir að upp úr slitnaði

Kjaraviðræður | 2. júní 2023

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Landsnets og hefur RSÍ þegar hafið undirbúning verkfalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands.

Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Landsnets og hefur RSÍ þegar hafið undirbúning verkfalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands.

Það slitnaði upp úr samningaviðræðum á milli RSÍ og Landsnets í gær á fundi hjá ríkissáttasemjara. Í tilkynningu Kristjáns kemur fram að samkvæmt þeim gögnum sem RSÍ býr yfir séu grunnlaun félagsmanna RSÍ hjá Landsneti mun lægri en tíðkast hjá öðrum orkufyrirtækjum.

Verkfall hafi víðtækar afleiðingar

Kristján segir í samtali við mbl.is að verkfall til lengri tíma geti haft þær afleiðingar að dreifing rafmagns til heimila raskist.

„Ef við leggjum niður störf hjá fyrirtækinu getur það haft mjög víðtæk áhrif sökum þess að fyrirtækið dreifir raforku um allt land. Okkar hlutverk er að búa til pressu á fyrirtækið þannig að það setjist að samningarborðinu og semji við okkur.“

Vinnutarnir raski fjölskyldulífi

„Launum er haldið uppi með miklum yfirvinnutörnum árið um kring, með tilheyrandi raski á venjulegu lífi starfsmannanna. Þessar tarnir krefjast oft langrar fjarveru starfsmanna frá fjölskyldum sínum,“ segir í tilkynningunni.

Kristján ítrekar þá mikilvægi starfsmanna RSÍ hjá Landsnet og tekur fram að hópurinn hafi það hlutverk að gæta að mikilvægum innviðum samfélagsins og tryggji að rafmagn berist öllum stundum til heimila, fyrirtækja og stórnotenda. 

Kjósa um verkfall í næstu viku

„Félagsfólk RSÍ setur nú niður fótinn og lætur ekki lengur bjóða sér lægri grunnlaun en samanburðarhópar í orkugeiranum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir mun því hefjast í næstu viku,“ segir í tilkynningunni.

Kristján segir að ef að niðurstaða kosningarinnar er jákvæð þá þurfi að auglýsa verkfallið og undirbúa það sem tekur mögulega viku. Að því loknu þarf að boða verkfall með viku fyrirvara í samræmi við lög. Gæti því verkfall starfsmanna RSÍ hjá Landsneti hafist eftir þrjár vikur.

mbl.is