Hafa ekki borið kennsl á 180 lík

Súdan | 3. júní 2023

Hafa ekki borið kennsl á 180 lík

Sjálfboðaliðar í Súdan hafa jarðsett 180 lík sem enn er ekki búið að bera kennsl á síðan átökin hófust þar í landi fyrir átta vikum. 

Hafa ekki borið kennsl á 180 lík

Súdan | 3. júní 2023

Átökin í Súdan hafa nú geisað í átta vikur.
Átökin í Súdan hafa nú geisað í átta vikur. AFP

Sjálfboðaliðar í Súdan hafa jarðsett 180 lík sem enn er ekki búið að bera kennsl á síðan átökin hófust þar í landi fyrir átta vikum. 

Sjálfboðaliðar í Súdan hafa jarðsett 180 lík sem enn er ekki búið að bera kennsl á síðan átökin hófust þar í landi fyrir átta vikum. 

Eins og áður hefur verið greint frá brutust átökin í landinu út þann 15. apríl þegar að sveitir vígamanna gerðu tilraun til valdaráns í höfuðborginni Kartúm í Súdan. Síðan þá hafa mörg hundruð manns látið lífið og eru nærri milljón manns á flótta vegna átaka her landsins og sveita vígamanna.

Átökin vaxa í veldisvexti

Skothríðir og sprengingar hafa sett mark sitt á daginn í Kartúm í dag eins og svo oft áður síðustu vikur. Að sögn íbúa í borginni hefur loftskeytum frá orrustuþotum hersins rignt yfir borgina en herinn er undir stjórn hershöfðingjans Abdel Fattah al-Burhan. Á sama tíma sendir hershöfðingi vígamanna, Mohamed Hamdan Daglo, loftvarnarskeyti á móti loftskeytunum til að verjast.

Báðir hershöfðingjarnir hafa heitið því að standa vörð um almenna borgara en íbúar í borginni hafa tilkynnt að átökin hafi vaxið í veldisvexti eftir að það slitnaði upp úr viðræðum um vopnahlé á milli hershöfðingjanna á miðvikudaginn.

mbl.is