Lögreglan í Hong Kong handtók Alexandra Wong, atkvæðamikinn aðgerðasinna, betur þekkta sem „Ömmu Wong” og að minnsta kosti sjö til viðbótar í morgun. 34 ár eru í dag liðin frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar.
Lögreglan í Hong Kong handtók Alexandra Wong, atkvæðamikinn aðgerðasinna, betur þekkta sem „Ömmu Wong” og að minnsta kosti sjö til viðbótar í morgun. 34 ár eru í dag liðin frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar.
Lögreglan í Hong Kong handtók Alexandra Wong, atkvæðamikinn aðgerðasinna, betur þekkta sem „Ömmu Wong” og að minnsta kosti sjö til viðbótar í morgun. 34 ár eru í dag liðin frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar.
Wong hélt á blómum í verslunarhverfinu Causeway Bay, þar sem fólk safnaðist í mörg ár saman til að minnast atburðanna blóðugu í Peking, höfuðborg Kína, 4. júní 1989, þegar kínverskir hermenn drápu fjölda mótmælenda.
Yfirvöld umkringdu Wong, sem er 67 ára, og fylgdu henni inn í lögreglubíl.
Einn þeirra sjö sem einnig voru handteknir var kona sem hvatti fólk til að minnast þess sem gerðist þennan dag.
Minningarathöfn var haldin í Causeway Bay á hverju ári frá 1990 til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar.
Árið 2020 voru ný þjóðaröryggislög samþykkt af kínverskum yfirvöldum eftir mikil mótmæli í Hong Kong. Síðan þá hefur minningarathöfnin verið bönnuð.