„Að mínu mati er þetta brýnasta samfélagsmálefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, um gervigreind er hún opnaði málþingið Gervigreind, siðferði og samfélag fyrr í dag.
„Að mínu mati er þetta brýnasta samfélagsmálefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, um gervigreind er hún opnaði málþingið Gervigreind, siðferði og samfélag fyrr í dag.
„Að mínu mati er þetta brýnasta samfélagsmálefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, um gervigreind er hún opnaði málþingið Gervigreind, siðferði og samfélag fyrr í dag.
Hún segir að stjórnvöld verði að vera tilbúin, þegar að því kemur, að styðja við fólk í stéttum sem verði úreltar með hraðri þróun gervigreindar.
Lilja segir að megináhættan af þróun gervigreindar sé þríþætt. Það tengist vinnumarkaði, upplýsingaóreiðu og varnaðarorð tæknirisa um að gervigreind geti orðið gáfaðri en menn og tekið stjórn á mannkyninu.
Hún geldur varhug við því að skilja heilu stéttirnar af fólki eftir í þróuninni og segir mikilvægt að endurmennta fólk í stéttum sem verði úreltar. Ef það verði ekki gert sé hætta á að fólk og samfélög verði skilin eftir.
Gervigreindin er ekki enn fullmótuð og segir Lilja mikla upplýsingaóreiðu geta skapast ef rangir aðilar misnota tæknina.
„Ég hef verið ráðherra í mörg ár, samt er mismunandi samkvæmt spjallmenninu ChatGPT fyrir hvaða flokk. Stundum er ég ráðherra Sjálfstæðisflokksins og stundum er ég ráðherra Samfylkingarinnar. Guð minn góður,“ sagði Lilja og uppskar hlátur gesta.
Ráðherrann hefur nú sett á laggirnar vinnuhóp sem fjallar um skapandi greinar og gervigreind og þá þróun sem hefur átt sér stað.
„Að mínu mati er þetta brýnasta samfélagsmálefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Lilja en bætti við að Ísland væri vel í stakk búið til að takast á við breyttan veruleika.