Stríð milli Kína og Bandaríkjanna yrði „óbærilegt stórslys“ fyrir heiminn.
Stríð milli Kína og Bandaríkjanna yrði „óbærilegt stórslys“ fyrir heiminn.
Stríð milli Kína og Bandaríkjanna yrði „óbærilegt stórslys“ fyrir heiminn.
Þetta kom fram í máli Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, á öryggisráðstefnu í Singapúr þar sem hann tjáði sig m.a. um vopnakapphlaup í Asíu sem hann sagði „sum ríki“ vera að ýta undir.
Þá taldi hann mikilvægt fyrir stjórnvöld í Kína og Bandaríkjunum að sættast. Heimurinn væru nógu stór fyrir bæði stórveldin.
BBC greinir frá.
Bandaríski sjóherinn sagði kínverskt herskip hafa siglt nálægt bandarískum tundurspilli á laugardaginn við strendur Taívan, með þeim afleiðingum að hægja þurfti verulega á ferð skipsins til að koma í veg fyrir árekstur.
Kanadískt skip var einnig á siglingu á svipuðum slóðum þegar atvikið átti sér stað.
Kínversk stjórnvöld hafa gagnrýnt bæði ríkin fyrir að „skapa viljandi hættu“.
Stjórnvöld í Kanada og Bandaríkjunum segjast ekki hafa brotið í bága við alþjóðleg lög og að skipunum hafi verið heimilt að sigla á þessum svæðum.
Í ræðu sinni sakaði Li, sem tók við embætti varnarmálaráðherra í mars, Bandaríkjamenn um að viðhafa „Kaldastríðshugarfar“ og sagði hann það ýta undir „öryggishættu“.