Dúx og semidúx Flensborgarskólans í vor og dúx skólans síðasta vetur voru þau þrjú sem fengu verðlaun fyrir bestan námsárangur á fyrsta ári sínu við skólann. Merkilegt þykir að öll skuli þau hafa náð að viðhalda árangrinum í gegnum menntaskólaárin og verið bæði einkunnahæst við upphaf skólagöngu og útskrift.
Dúx og semidúx Flensborgarskólans í vor og dúx skólans síðasta vetur voru þau þrjú sem fengu verðlaun fyrir bestan námsárangur á fyrsta ári sínu við skólann. Merkilegt þykir að öll skuli þau hafa náð að viðhalda árangrinum í gegnum menntaskólaárin og verið bæði einkunnahæst við upphaf skólagöngu og útskrift.
Dúx og semidúx Flensborgarskólans í vor og dúx skólans síðasta vetur voru þau þrjú sem fengu verðlaun fyrir bestan námsárangur á fyrsta ári sínu við skólann. Merkilegt þykir að öll skuli þau hafa náð að viðhalda árangrinum í gegnum menntaskólaárin og verið bæði einkunnahæst við upphaf skólagöngu og útskrift.
Þau Krummi Týr Gíslason, Erla Rúrí Sigurjónsdóttir og Guðrún Edda Min Harðardóttir hófu öll nám við Flensborg haustið 2020, í miðjum heimsfaraldri. Siður er við skólann að veita þremur einkunnahæstu nemendum fyrsta árs verðlaun fyrir afburðar námsárangur í lok skólaárs og voru það þau þrjú sem hlutu þann heiður vorið 2021.
Nú í desember útskrifaðist Guðrún Edda frá skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám sem dúx skólans með 9,87 í meðaleinkunn og þau Krummi Týr og Erla Rúrí í vor sem dúx og semidúx eftir þriggja ára nám. Athygli vakti að munurinn á einkunnum þeirra Krumma og Erlu var mjög lítill, aðeins 0,02 prósentustig, en hann dúxaði með 9,88 í einkunn og hún semidúxaði með 9,86.
Að sögn skólameistara Flensborgar, Erlu S. Ragnarsdóttur, sóttu þau öll um skólann með toppeinkunnir úr grunnskóla. Greinir hún frá því að Guðrún og Krummi hafi komið úr sama grunnskóla en Erla Rúrí úr öðrum skóla.
Í samtali mbl.is við Erlu Rúrí segist hún ekki hafa þekkt þau Guðrúnu og Krumma áður en þau byrjuðu í Flensborg en eftir verðlaunin á fyrsta ári hafi þau aðeins byrjað að kannast hvert við annað. Spurð hvort hún hafi upplifað keppni milli þessara samnemenda sinna segist hún ekki hafa fundið fyrir neinu slíku.
„Ég myndi ekki segja að ég hafi upplifað keppni á milli okkar, kannski vegna þess að við vorum ekki á sömu braut,“ segir hún og bætir við: „Þannig ég hugsaði það aldrei þannig en ég vissi samt alltaf af þeim og fannst bara skemmtilegt að vita af fleirum með svipaðan metnað.“