Bergur VE, togari Bergs ehf. í Vestmannaeyjum, landaði á miðvikudag í fyrsta sinn afla í Grindavík til vinnslu hjá Vísi hf. Félögin eru bæði dótturfélög Síldarvinnslunnar.
Bergur VE, togari Bergs ehf. í Vestmannaeyjum, landaði á miðvikudag í fyrsta sinn afla í Grindavík til vinnslu hjá Vísi hf. Félögin eru bæði dótturfélög Síldarvinnslunnar.
Bergur VE, togari Bergs ehf. í Vestmannaeyjum, landaði á miðvikudag í fyrsta sinn afla í Grindavík til vinnslu hjá Vísi hf. Félögin eru bæði dótturfélög Síldarvinnslunnar.
. Það ríkti góður andi við komu skipsins og það var tekið eftir því að þarna var nýtt skip komið til löndunar; bæði bæjarstjórinn og hafnarstjórinn fóru til dæmis í heimsókn um borð. Auðvitað var lögð áhersla á að allir sýndu sínar bestu hliðar, jafnt löndunarmenn sem aðrir. Bergur landaði fallegum og góðum fiski og við tókum þorskinn og lönguna til vinnslu hjá okkur, en það var megnið af aflanum. Við munum leggja metnað okkar í það að þjóna vel öllum skipum sem koma hingað til löndunar og þá ekki síst skipum innan Síldarvinnslusamstæðunnar,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
Skipverjum var færð terta í tilefni tímamótanna og hélt Bergur til veiða á ný strax að löndun lokinni og hóf þá að eltast við karfan út af Reykjanesi.