Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar, starfsmanns Samherja, sem sökuð var um að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðing Samherja, umsáturseinelti, segir héraðsdóm hafa staðist prófið þegar konan var sýknuð og telur málið dapurt í alla staði.
Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar, starfsmanns Samherja, sem sökuð var um að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðing Samherja, umsáturseinelti, segir héraðsdóm hafa staðist prófið þegar konan var sýknuð og telur málið dapurt í alla staði.
Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar, starfsmanns Samherja, sem sökuð var um að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðing Samherja, umsáturseinelti, segir héraðsdóm hafa staðist prófið þegar konan var sýknuð og telur málið dapurt í alla staði.
Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði konuna af ákæru lögreglustjórans á Akureyri. Dómarinn gaf lítið fyrir málatilbúnað ákæruvaldsins og taldi fátt sannað í málinu.
Málinu verður ekki áfrýjað til Landsréttar af hálfu ríkissaksóknara. Þetta staðfestir Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.
Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður konunnar, telur að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæruna og málið aldrei átt að verða að sakamáli.
„Dómstóllinn stóð algjörlega í fæturna og stóðst prófið. Hann tætir málatilbúnað ákæruvaldsins niður og eðlilega því það er lögfræðilega rétt niðurstaða,“ segir Hólmgeir í samtali við mbl.is.
Konunni var meðal annars gefið að sök að hafa sent Örnu skilaboð að nóttu til, komið að heimili hennar síðla kvölds og hringt dyrasíma og sakað Örnu um framhjáhald.
Hann bendir á að ákæruvaldið, í þessu tilviki lögreglustjórinn, eigi ekki að gefa út ákæru nema yfirgnæfandi líkur séu taldar á því að sekt verði sönnuð fyrir dómi.
„Þetta er eitthvað stórkostlegt vanmat á því. Það er skrítið hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu, miðað við þessi gögn, að þetta mál hefði einhvern tíma geta leitt til sakfellingar. Það er þess vegna sem maður fer að velta fyrir sér af hverju verið var að gefa út ákæruna.“
„Þetta er að mínu viti mál sem hefði ekki orðið að sakamáli neins staðar annars staðar heldur en þarna. Maður setur það kannski helst í samhengi við framgöngu lögreglustjórans fyrir norðan í tengslum við þetta svokallaða Samherjamál allt saman og hvernig framgangan hefur verið til dæmis gagnvart blaðamönnunum og annað.
Það er einhvern veginn ekki hægt að horfa framhjá því. Þetta er allavega mín kenning þar til aðrar vitrænar skýringar verða gefnar á þessum málatilbúnaði,“ segir Hólmgeir.