„Ríkið hefur margar leiðir til þess að taka gjald af nýtingu veiðistofnanna við Ísland,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um ummæli sín á Facebook þar sem hann sagði það vera sanngirnismál að veiðarnar sjálfar myndu á endanum standa undir tveggja milljarða króna reikningi sem féll nýverið á íslenska ríkið.
„Ríkið hefur margar leiðir til þess að taka gjald af nýtingu veiðistofnanna við Ísland,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um ummæli sín á Facebook þar sem hann sagði það vera sanngirnismál að veiðarnar sjálfar myndu á endanum standa undir tveggja milljarða króna reikningi sem féll nýverið á íslenska ríkið.
„Ríkið hefur margar leiðir til þess að taka gjald af nýtingu veiðistofnanna við Ísland,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um ummæli sín á Facebook þar sem hann sagði það vera sanngirnismál að veiðarnar sjálfar myndu á endanum standa undir tveggja milljarða króna reikningi sem féll nýverið á íslenska ríkið.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn ríkið til greiðslu hátt í tveggja milljarða króna skaðabóta í tveimur málum sem Huginn VE-55 og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ráku vegna tjóns, sem útgerðirnar urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta á liðnum áratug.
„Þegar því var flaggað á sínum tíma að margar útgerðir hygðust fara í mál við ríkið fyrir að hafa ekki fengið sinn hlut í makrílveiðunum og það var látið skína í 10 milljarða kröfu á ríkissjóð. Þá geta menn rétt ímyndað sér að það hafi verið góð afkoma af makrílveiðum,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.
Hann segir að ef að þeir sem þá voru að velta því fyrir sér að fara í mál við ríkið telji sig hafa orðið af tíu milljörðum, þá hafi myndast tíu milljarða króna hagnaður hjá öðrum útgerðarfélögum.
„Það virðist þannig vera mjög gott borð fyrir báru hjá útgerðarfélögunum sem hafa verið að veiða makríl,“ segir Bjarni.
Sýnast honum sem svo að það sé mjög gott svigrúm hjá útgerðarfélögunum til þess að deila kostnaðinum á milli sín, fremur en að ríkið greiði bótagreiðslur fyrir innbyrðis deilur útgerðarfélaga.