Fegrunaraðgerðir snúist ekki bara um hégóma

Fegrunaraðgerðir | 10. júní 2023

Fegrunaraðgerðir snúist ekki bara um hégóma

Leikkonan Kim Cattrall er tilbúin til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að aldur hennar sé augljós. Er hún ófeimin við að nýta sér lýtalækningar til þess að ná markmiði sínu en leggur áherslu á að finna rétta lækninn í verkið. Nýtir hún sér ýmsar fyllingar og Botox til að ná fram sínu besta útliti.

Fegrunaraðgerðir snúist ekki bara um hégóma

Fegrunaraðgerðir | 10. júní 2023

Kim Cattrall er ófeimin við að nýta sér lýtaaðgerðir til …
Kim Cattrall er ófeimin við að nýta sér lýtaaðgerðir til að líta út sem besta útgáfan af sjálfri sér. AFP/Angela Weiss

Leikkonan Kim Cattrall er tilbúin til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að aldur hennar sé augljós. Er hún ófeimin við að nýta sér lýtalækningar til þess að ná markmiði sínu en leggur áherslu á að finna rétta lækninn í verkið. Nýtir hún sér ýmsar fyllingar og Botox til að ná fram sínu besta útliti.

Leikkonan Kim Cattrall er tilbúin til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að aldur hennar sé augljós. Er hún ófeimin við að nýta sér lýtalækningar til þess að ná markmiði sínu en leggur áherslu á að finna rétta lækninn í verkið. Nýtir hún sér ýmsar fyllingar og Botox til að ná fram sínu besta útliti.

Cattrall segist ekki skammast sín fyrir fegrunaraðgerðir sínar í nýlegu viðtali við Times. Segir hún að aðgerðirnar snúist ekki eingöngu um hégóma, heldur sé hún að hugsa vel um sig vegna starfs síns. Leggur hún þó áherslu á að vilja líta út eins og hún sjálf. Cattrall rifjar upp ferð til eins lýtalæknis þar sem hún tók eftir því að allar konurnar á biðstofunni litu eins út, alveg eins og kona lýtalæknisins. Hafi hún þá gert sér grein fyrir því að hún vilji ekki líta út eins og einhver önnur kona, heldur líta út eins og besta útgáfan af sjálfri sér.

mbl.is