Sumarið einn annasamasti tími Gerðar

Ferðumst innanlands | 14. júní 2023

Sumarið einn annasamasti tími Gerðar

Gerður Arinbjarnar, eigandi Blush og markaðsmanneskja, stefnir á að fara í frí með fjölskyldunni til Tenerife í sumar. Er það uppáhaldsstaður fjölskyldunnar þegar hún vill ná hundrað prósent slökun og þurfa sem minnst að hugsa eða plana.

Sumarið einn annasamasti tími Gerðar

Ferðumst innanlands | 14. júní 2023

Gerður Arinbjarnar ætlar að nýta sumarið vel.
Gerður Arinbjarnar ætlar að nýta sumarið vel. Ljósmynd/Aðsend

Gerður Arinbjarnar, eigandi Blush og markaðsmanneskja, stefnir á að fara í frí með fjölskyldunni til Tenerife í sumar. Er það uppáhaldsstaður fjölskyldunnar þegar hún vill ná hundrað prósent slökun og þurfa sem minnst að hugsa eða plana.

Gerður Arinbjarnar, eigandi Blush og markaðsmanneskja, stefnir á að fara í frí með fjölskyldunni til Tenerife í sumar. Er það uppáhaldsstaður fjölskyldunnar þegar hún vill ná hundrað prósent slökun og þurfa sem minnst að hugsa eða plana.

Sumarið er þó yfirleitt einn annasamasti tími ársins í starfi Gerðar. Ætlar hún því að nýta sumarið til að vinna og skipuleggja jólin. Einnig var hún að koma með drykkinn Mist á markað svo það verður nóg að gera hjá henni í að kynna drykkinn fyrir landsmönnum næstu mánuði.

Eftirlætisstaðurinn á Íslandi

Ég elska Norðurlandið og þá helst Húsavík. Við ætlum einmitt að fara þangað í sumar og halda Blush paragolfmót helgina 21.-22. júlí og njóta fallegu náttúrunnar sem svæðið hefur uppá að bjóða.“ 

Gerður segist einnig elska stuttar skyndiferðir sem eru sambland af útivist og mat.

Fyrir þau sem leita eftir stuttri dagsferð þá er alveg dásamlegt að keyra í Hveragerði, labba á hverasvæðinu og skella sér svo í kaffiskálann eftir gönguna í mat og drykk. Stutt og einfalt og kallar ekki á mikið skipulag.“

Best ef hundurinn kemst með

Gerður segist ekki vera mikil útilegumanneskju og kýs að gista á hóteli á ferðum sínum um landið.

„Fyrir þremur árum fórum við hringinn og gistum á vel völdum hótelum um landið og það var algjörlega dásamlegt. Hápunkturinn var líklegast að við bókuðum hótel sem leyfðu gæludýr svo við gátum tekið hundana okkar með og áttum eftirminnilega stund með öllum fjölskyldumeðlimum."

Hápunktur ferðalagsins fyrir þremur árum var að geta tekið hund …
Hápunktur ferðalagsins fyrir þremur árum var að geta tekið hund fjölskyldunnar með. Ljósmynd/Aðsend

Góður félagsskapur ómissandi

„Svo lengi sem ég er með kort og vegabréf þá má allt annað gleymast. Ég er svakalega léleg í að undirbúa eða skipuleggja of mikið þegar kemur að fríi svo ég er oftast að pakka korteri fyrir brottför og krossa svo fingur að ekkert gleymist.“

Ef Gerður er á ferðalagi í bíl segir hún að góður félagsskapur og ísköld Mist sé það sem geri öll ferðalög fullkomin.

Á ferðalagi um Ísland.
Á ferðalagi um Ísland. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is