Böðvar á Emilíu kveðst sæta valdníðslu

Eftirlit með veiðum | 15. júní 2023

Böðvar á Emilíu kveðst sæta valdníðslu

„Útgerð Emilíu AK hefur mátt þola gríðarlega hörku, embættismannahroka og valdníðslu af hálfu Fiskistofu. […] Fiskistofa hefur níðst á útgerð Emilíu AK með ærumeiðandi ummælum á opinberum vettvangi,“ segir útgerðarmaðurinn Böðvar Ingvason í Morgunblaðinu í dag vegna veiðileyfissviptinga sem hann hefur orðið fyrir. Hann kveðst hafa leitað til lögmanns vegna málsins.

Böðvar á Emilíu kveðst sæta valdníðslu

Eftirlit með veiðum | 15. júní 2023

Böðvar Ingvason gerir út Emilíu AK frá Akranesi. Hann segir …
Böðvar Ingvason gerir út Emilíu AK frá Akranesi. Hann segir Fiskistofu hafa beitt sig mikilli hörku. Ljósmynd/Aðsend

„Útgerð Emilíu AK hefur mátt þola gríðarlega hörku, embættismannahroka og valdníðslu af hálfu Fiskistofu. […] Fiskistofa hefur níðst á útgerð Emilíu AK með ærumeiðandi ummælum á opinberum vettvangi,“ segir útgerðarmaðurinn Böðvar Ingvason í Morgunblaðinu í dag vegna veiðileyfissviptinga sem hann hefur orðið fyrir. Hann kveðst hafa leitað til lögmanns vegna málsins.

„Útgerð Emilíu AK hefur mátt þola gríðarlega hörku, embættismannahroka og valdníðslu af hálfu Fiskistofu. […] Fiskistofa hefur níðst á útgerð Emilíu AK með ærumeiðandi ummælum á opinberum vettvangi,“ segir útgerðarmaðurinn Böðvar Ingvason í Morgunblaðinu í dag vegna veiðileyfissviptinga sem hann hefur orðið fyrir. Hann kveðst hafa leitað til lögmanns vegna málsins.

Bátur Böðvars, Emilía AK, var fyrst sviptur veiðileyfi 10. febrúar í eina viku vegna vigtarbrots. Þann 23. mars tillkynnti síðan Fiskistofa að báturinn yrði aftur sviptur veiðileyfi í fjórar vikur til viðbótar fyrir að hafa ekki skilað aflaupplýsingum til stofnunarinnar í 71 aðgreindu tilviki og of seint í níu árið 2022.

Fiskistofa metur brotin meiriháttar og telur að þau hafi verið framin að yfirlögðu ráði og fullyrðir að útgerð Emilíu hafi haldið áfram að fremja brotin þrátt fyrir að vakin hafi verið athygli á skyldu til að skila aflaupplýsingum. Það hafi því ekki komið til greina að veita áminningu.

Upplýsti sjálfur Fiskistofu

Í skriflegri yfirlýsingu sem Böðvar sendi blaðamanni vegna veiðileyfissviptinganna sakar hann Fiskistofu um að hafa hunsað beiðni smábátasjómanna á Akranesi um að fulltrúi stofnunarinnar kæmi á fund þeirra í apríl til að leiðbeina smábátasjómönnum og útskýra fyrirkomulag nýrrar rafrænnar afladagbókar.

Jafnframt segir hann rangt að Fiskistofa hafi uppgötvað að útgerð Emilíu hafi ekki skilað aflaupplýsingum.

„Hið rétta er að það var skipstjóri skipsins sem hitti veiðieftirlitsmann á bryggjunni á Akranesi og sagði honum að útgerðinni hefði ekki tekist að taka smáforritið í notkun. Það var því útgerðin sjálf sem lét Fiskistofu vita. Fyrir þetta refsaði Fiskistofa með fjögurra vikna veiðibanni svo að skipið missti sex daga af grásleppuvertíðinni og tíu daga af strandveiðitímabili þessa árs. Varlega áætlað er tekjutap útgerðarinnar um fjórar milljónir.“

Umfjöllun um mál útgerðar Emilíu má lesa í Morgunblaðinu.

mbl.is