Framkvæmdir vega þungt

Framkvæmdir vega þungt

Útgjöld til samgangna á fjármálaáætlun fyrir tímabilið 2024-2028 nema rúmum 263 milljörðum ef tillaga um samgönguáætlun nær fram að ganga. Stærstur hluti útgjaldanna rennur til vegagerðar, eða rúmir 205 milljarðar á tímabilinu og þar af tæpir 136 milljarðar í framkvæmdir á vegakerfinu sjálfu.

Framkvæmdir vega þungt

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 15. júní 2023

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti tillögu til samgönguáætlunar í vikunni. …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti tillögu til samgönguáætlunar í vikunni. Vegaframkvæmdir verða fyrirferðamiklar á fyrstu fimm árum samgönguáætlunar. Samsett mynd

Útgjöld til samgangna á fjármálaáætlun fyrir tímabilið 2024-2028 nema rúmum 263 milljörðum ef tillaga um samgönguáætlun nær fram að ganga. Stærstur hluti útgjaldanna rennur til vegagerðar, eða rúmir 205 milljarðar á tímabilinu og þar af tæpir 136 milljarðar í framkvæmdir á vegakerfinu sjálfu.

Útgjöld til samgangna á fjármálaáætlun fyrir tímabilið 2024-2028 nema rúmum 263 milljörðum ef tillaga um samgönguáætlun nær fram að ganga. Stærstur hluti útgjaldanna rennur til vegagerðar, eða rúmir 205 milljarðar á tímabilinu og þar af tæpir 136 milljarðar í framkvæmdir á vegakerfinu sjálfu.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti tillöguna í vikunni.

78% til vegagerðar

Langmest útgjöld renna til vegagerðar eða rúmir 205 milljarðar á tímabilinu. Rúmlega 21,5 milljarðar fer til flugvalla og flugleiðsöguþjónustu, tæpir 14 milljarðar til Samgöngustofu, tæpir 13 milljarðar til Betri samgangna í gegnum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Hafnabótasjóður fær tæplega 7,7 milljarða og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rúmlega 850 milljónir. Varasjóður samgöngumála telur þá 1.100 milljónir.

Tveir þriðju í framkvæmdir á vegakerfinu

Af þeim rúmum 205 milljörðum sem renna til vegagerðar á fjármálaáætlun fyrir tímabilið 2024-2028 renna tæpir 136 milljarðar í framkvæmdir á vegakerfinu sjálfu. Gert er ráð fyrir um 26 milljarða til tæplega 28 milljarða króna útgjöldum á ársgrundvelli. 

Næst stærsti útgjaldaliðurinn til vegagerðar er sjálf þjónustan. Með þjónustu er átt við allar þær aðgerðir sem þurfa að eiga sér stað á vegamannvirkjum og vegsvæðum að minnsta kosti einu sinni á ári til þess að viðhalda viðunandi ástandi og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Markmiðið er að þjónustan endurspegli þarfir samfélagsins hverju sinni með tilliti til búsetu og atvinnuhátta og að gagnsæis og hagkvæmni sé gætt í hvívetna, að því er fram kemur í greinargerð með tillögunni.

Til þjónustu telst bæði almenn þjónusta og vetrarþjónusta. Þjónustustig vetrarþjónustu verður endurmetið árlega með tilliti til svigrúms innan fjármálaáætlunar. Rúmir 33 milljarðar króna fara í þjónustu á tímabilinu, tæplega 7 milljarðar árlega.

Styrkir til almenningssamgangna á árunum 2024-2028 nema rúmum 29 milljörðum ef tillagan nær fram að ganga eða tæplega 6 milljörðum króna á ári. Á 15 ára tímabili samgönguáætlunar er gert ráð fyrir 63 milljörðum til viðbótar á síðustu 10 árum hennar.

880 milljónir króna á ári renna til sjósamgangna eða 4,4 milljarðar á tímabilinu og tæplega 1.700 milljónir til framkvæmda við vita, hafnir og ferjur eða á bilinu tæplega 300 til tæplega 400 milljónir á ári.

Þá er gert ráð fyrir tæpum 270 milljónum á ársgrundvelli í almennan rekstur eða rúmar 1.300 milljónir á tímabilinu.

Hefja undirbúning Siglufjarðarskarðsganga og Hvalfjarðarganga 2

Undirbúningur vegna bæði Siglufjarðarskarðsganga og Hvalfjarðarganga 2 hefst á næsta ári með 100 milljóna króna útgjöldum og þá verða aðrar 10 milljónir settar í undirbúning vegna ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur á sama tíma. Á árinu 2025 renna 100 milljónir til viðbótar í undirbúning vegna Siglufjarðarskarðs og Hvalfjarðar sem og 30 milljónir vegna Ólafsfjarðar-Dalvíkur og árið 2026 verða 150 milljónir settar í Siglufjarðarskarð, 100 milljónir í Hvalfjörð og aðrar 30 í Ólafsfjörð-Dalvík. 

Tillaga til samgönguáætlunar gerir ráð fyrir því að Fjarðarheiðargöng verði eftir sem áður í efsta forgangi. Þó hefjast framkvæmdir við þau ekki fyrr en árið 2025 þegar sjö milljarðar renna til framkvæmdarinnar. Á árinu 2026 verða milljarðarnir níu og hálfum betur árið 2027. Árið 2028 er gert ráð fyrir átta milljörðum í framkvæmdina og 13 milljörðum til viðbótar á árunum 2029-2033. Gert er ráð fyrir að göngin verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð.

Önnur jarðgöng samkvæmt jarðgangaáætlun munu útheimta fimm milljarða króna útgjöld á árinu 2027 og sjö milljarða á árinu 2028. Þá er gert ráð fyrir 64,5 milljörðum á árunum 2029-2033 og 61 milljarði á árunum 2034-2038 í önnur jarðgöng samkvæmt jarðgangaáætlun. Athygli skal þó vakin á því að gert er ráð fyrir að önnur jarðgöng verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð.

mbl.is