Veitingastaðurinn Akur Restaurant hefur verið opnaður að nýju eftir hönnunarbreytingar og er nú hluti af Hafnartorg Gallery-mathöllinni. Nokkrar breytingar hafa einnig verið gerðar á matseðlinum með áherslu á franska bístró-matargerð. Arthur Lawrence, eigandi Akurs, segist vera spenntur fyrir breytingunum og þeim möguleikum sem þær hafa í för með sér.
Veitingastaðurinn Akur Restaurant hefur verið opnaður að nýju eftir hönnunarbreytingar og er nú hluti af Hafnartorg Gallery-mathöllinni. Nokkrar breytingar hafa einnig verið gerðar á matseðlinum með áherslu á franska bístró-matargerð. Arthur Lawrence, eigandi Akurs, segist vera spenntur fyrir breytingunum og þeim möguleikum sem þær hafa í för með sér.
Veitingastaðurinn Akur Restaurant hefur verið opnaður að nýju eftir hönnunarbreytingar og er nú hluti af Hafnartorg Gallery-mathöllinni. Nokkrar breytingar hafa einnig verið gerðar á matseðlinum með áherslu á franska bístró-matargerð. Arthur Lawrence, eigandi Akurs, segist vera spenntur fyrir breytingunum og þeim möguleikum sem þær hafa í för með sér.
„Stærsta breytingin sem þetta nýja fyrirkomulag felur í sér er að Akur hefur ekki lengur afmörkuð sæti, heldur eru öll sætin fyrir gesti mathallarinnar, hvort sem þeir kaupa mat hjá Akri eða öðrum veitingastöðum. Þetta opnar allt svæðið og þýðir að það þurfa ekki allir í hópnum að velja sér mat á sama stað,“ segir Arthur.
Matseðill Akurs tók einnig breytingum á þeim tíma sem endurhönnunin fór fram. „Við ákváðum að leggja enn meiri áherslu á hefðbundinn mat í anda franskrar bístró-matargerðar, en með íslenskum áherslum og hráefni. Bístró-matargerð er fyrir mér þægileg upplifun á notalegum stað og matur fyrir alla fjölskylduna. Ég er frá París og eins og margir borgarbúar á ég mér uppáhalds-bístró. Í mínu tilviki er það Brasserie Vaudeville, sem er staðsettur nálægt kauphöllinni. Það er það sem við viljum búa til hér; stað sem fólk kemur reglulega á, með vinum eða fjölskyldu, og borðar góðan mat. Þannig höfum við bætt við matseðilinn klassískum bístró-réttum eins og kræklingi og frönskum, en einnig aukið úrvalið af einfaldari réttum.“
Arthur segir að þessi áherslubreyting hafi í raun orðið til af sjálfri sér. „Við tókum eftir því að þessir klassísku bístró-réttir voru þeir vinsælustu á gamla matseðlinum og því vildum við nota tækifærið sem fólst í breytingunum til að bjóða gestum okkar upp á meira af því sem þeir höfðu greinilega áhuga á.“
Arthur segir að sem fyrr verði áhersla lögð á að bjóða góð frönsk vín með matnum. „Við viljum bjóða upp á vín frá minni vínbændum sem hafa mikla ástríðu fyrir vínrækt. Í náinni framtíð ætlum við svo að bjóða upp á vínkynningar og jafnvel kvöldverði með vínbændunum sjálfum,“ segir Arthur að lokum, spenntur fyrir sumrinu við höfnina.