Jennifer Aniston gefst ekki upp á ástinni

Jolie/Pitt | 15. júní 2023

Jennifer Aniston gefst ekki upp á ástinni

Leikkonan Jennifer Aniston heldur enn fast í þá trú að hún muni að lokum finna hinn eina sanna og hefur ekki gefið ástina upp á bátinn – jafnvel þótt hún hafi átt í ófáum mislukkuðum samböndum í gegnum tíðina. 

Jennifer Aniston gefst ekki upp á ástinni

Jolie/Pitt | 15. júní 2023

Leikkonan Jennifer Aniston ásamt fyrrverandi mökum sínum, þeim Brad Pitt, …
Leikkonan Jennifer Aniston ásamt fyrrverandi mökum sínum, þeim Brad Pitt, Justin Theroux og John Mayer. Samsett mynd

Leikkonan Jennifer Aniston heldur enn fast í þá trú að hún muni að lokum finna hinn eina sanna og hefur ekki gefið ástina upp á bátinn – jafnvel þótt hún hafi átt í ófáum mislukkuðum samböndum í gegnum tíðina. 

Leikkonan Jennifer Aniston heldur enn fast í þá trú að hún muni að lokum finna hinn eina sanna og hefur ekki gefið ástina upp á bátinn – jafnvel þótt hún hafi átt í ófáum mislukkuðum samböndum í gegnum tíðina. 

Heimildamaður Us Weekly segir Aniston líða mjög vel og hafi það mjög gott ein. „Innst inni þá trúir Jen því þó að hún hitti að lokum réttu manneskjuna,“ sagði hann. 

„Hún er hamingjusöm, heilbrigð og ánægð með ferilinn sinn, fjölskyldu og vini. Hún hefur gengið í gegnum margt en er þakklát fyrir velgengni sína, bæði persónulega og faglega,“ bætti heimildamaðurinn við. 

Hefur tvisvar verið gift

Aniston hefur tvisvar gengið í það heilaga, annars vegar með leikaranum Brad Pitt og hins vegar með leikaranum Justin Theroux.

Hún kynntist Pitt árið 1994, en ástarsamband þeirra hófst ekki fyrr en 1998. Þau giftu sig í júlí árið 2000 en skildu í október 2005 vegna meints framhjáhalds Pitt með mótleikkonu sinni, Angelinu Jolie. 

Brad Pitt og Jennifer Aniston voru gift frá árinu 2000 …
Brad Pitt og Jennifer Aniston voru gift frá árinu 2000 til 2005. Halldór Kolbeins

Eftir skilnaðinn átti Aniston í ástarsambandi með leikaranum Vince Caughn og síðar tónlistarmanninum John Mayer. 

Jennifer Aniston og tónlistarmaðurinn John Mayer á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2009.
Jennifer Aniston og tónlistarmaðurinn John Mayer á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2009. DANNY MOLOSHOK

Aniston og Theroux höfðu verið vinir í langan tíma áður en neisti kviknaði á milli þeirra við tökur á kvikmyndinni Wanderlust árið 2011. Þau gengu í það heilaga í ágúst 2015 en leiðir þeirra skildi þremur árum síðar. 

Jennifer Aniston og Justin Theroux voru gift í þrjú ár.
Jennifer Aniston og Justin Theroux voru gift í þrjú ár. AFP
mbl.is