Ýmist trúnaður eða ríkisöryggi

Ýmist trúnaður eða ríkisöryggi

Embætti ríkislögreglustjóra (RLS) mun ekki veita Morgunblaðinu svör við spurningum sem snúa að innkaupum embættisins á búnaði handa lögreglu vegna fundar leiðtogaráðs Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí sl. Innkaupin, sem námu 336 milljónum króna, fóru ekki í gegnum útboð á vegum Ríkiskaupa og hefur RLS verið krafið um rökstuðning fyrir vali á innkaupaferli.

Ýmist trúnaður eða ríkisöryggi

Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu | 16. júní 2023

Sérsveit RLS var með sjónpóst á þaki Hörpu þennan dag.
Sérsveit RLS var með sjónpóst á þaki Hörpu þennan dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Embætti ríkislögreglustjóra (RLS) mun ekki veita Morgunblaðinu svör við spurningum sem snúa að innkaupum embættisins á búnaði handa lögreglu vegna fundar leiðtogaráðs Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí sl. Innkaupin, sem námu 336 milljónum króna, fóru ekki í gegnum útboð á vegum Ríkiskaupa og hefur RLS verið krafið um rökstuðning fyrir vali á innkaupaferli.

Embætti ríkislögreglustjóra (RLS) mun ekki veita Morgunblaðinu svör við spurningum sem snúa að innkaupum embættisins á búnaði handa lögreglu vegna fundar leiðtogaráðs Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí sl. Innkaupin, sem námu 336 milljónum króna, fóru ekki í gegnum útboð á vegum Ríkiskaupa og hefur RLS verið krafið um rökstuðning fyrir vali á innkaupaferli.

Óskað var m.a. eftir því að RLS gefi upp fjölda keyptra skotvopna og skotfæra fyrir lögregluna, kaup sem námu 185 milljónum króna; fjölda hjálma, kaup sem námu 47 milljónum króna; og fjölda jakkafata, kaup sem námu 12 milljónum króna. Í svari sínu til Morgunblaðsins vísaði ríkislögreglustjóri ýmist til þess að um væri að ræða „upplýsingar um öryggi ríkisins“ eða „viðkvæmar trúnaðarupplýsingar“ milli kaupanda og seljanda.

Lögreglan grípur þó ekki til sömu leyndar varðandi rafbyssur, keyptar verða 120 stykki fyrir 54 milljónir.

mbl.is