Það getur stundum verið vandlifað að reyna að verja húðina fyrir sól, vilja virka útitekin en verða ávallt eins og gíraffi við notkun brúnkuvara. Ekki örvænta, það leynast nokkrar töfralausnir á markaðnum sem ekki er hægt að klúðra, ekki einu sinni eftir nokkra Aperol spritz.
Það getur stundum verið vandlifað að reyna að verja húðina fyrir sól, vilja virka útitekin en verða ávallt eins og gíraffi við notkun brúnkuvara. Ekki örvænta, það leynast nokkrar töfralausnir á markaðnum sem ekki er hægt að klúðra, ekki einu sinni eftir nokkra Aperol spritz.
Það getur stundum verið vandlifað að reyna að verja húðina fyrir sól, vilja virka útitekin en verða ávallt eins og gíraffi við notkun brúnkuvara. Ekki örvænta, það leynast nokkrar töfralausnir á markaðnum sem ekki er hægt að klúðra, ekki einu sinni eftir nokkra Aperol spritz.
Eitt sinn var mér óvænt boðið á stefnumót, ég makaði á mig brúnkukremi og farðaði mig svo. Á leiðinni á veitingastaðinn var þó rigning og ég hafði ekki hugmynd um að allir vatnsdroparnir sem lentu á andliti mínu mynduðu rákir á meðan þeir skoluðu brúnkukremið af. Þegar ég mætti á veitingastaðinn var mér bent á að líta í spegil og til að gera langa sögu stutta þá er ég einhleyp í dag. Nú er þó nýr áratugur hafinn með nýjum brúnkuvörum sem bregðast ekki á ögurstundu.
Sem snyrtipenni hef ég hitt og rætt við marga sérfræðinga í gegnum tíðina en líklega var það Nele Engel, annar eigandi Marc Inbane, sem breytti leiknum algjörlega fyrir mig þegar hún kenndi mér að nota Hyaluronic Self Tan Spray frá Marc Inbane yfir farða, ég endurtek að ég átti að úða yfir farðann til að fá náttúrulegt og sólkysst útlit á skotstundu án fyrirhafnar. Spreyið er hannað til að veita ofurfínlegan og stöðugan úða svo ég veit ekki hvað ég hef gripið oft í þetta sprey við hinar ýmsu aðstæður til að framkalla létt og heilbrigt útlit og það er alltaf jafn auðvelt í notkun og hefur aldrei brugðist mér. Húðin undir farðanum fær auðvitað léttan lit í nokkra daga en það fallega við þessa aðferð er að þú virkar ekki eins og þú hafir verið að nota brúnkukrem og þú getur notað spreyið þegar andinn kemur yfir þig, þú þarft ekkert að undirbúa. Auðvitað nota ég spreyið líka eitt og sér, og liturinn er algjörlega fullkominn, en að nota spreyið yfir farða er ráð sem breytti snyrti-lífi mínu og gerir eiginlega alla förðun fallegri að auki þar sem formúlan er rakagefandi og virðist gera húðina þrýstnari.
DHA er náttúrulegt efni sem litar dauðar húðfrumur og er því virka efnið í brúnkuvörum. Í brúnkuvörum þar sem þú vilt kalla strax fram áberandi brúnku er DHA í kringum 10% af formúlunni en í svokölluðum hægum brúnkuvörum (e. gradual tanners) þá er hlutfallið nær 2-4%. Það þýðir að mun auðveldara er að nota brúnkuvöruna, það myndast ekki rákir og útkoman verður alltaf eins náttúruleg og hægt er. Nýverið prófaði ég Glow Gradual Tanning Moisturizer frá Luna Bronze sem inniheldur 2.5% DHA og er hingað til ein besta hæga brúnkuvara sem ég hef notað. Formúlan byggir á lífrænum innihaldsefnum sem eru húðbætandi og liturinn er mjög daufur en byggist upp. Í fyrsta sinn fannst mér ég algjörlega ráða við brúnkuvöru og fólk hélt einfaldlega að ég hefði byrjað að stunda útivist.
Yfir háveturinn getum við glæra fólkið stundum viljað örlítinn lit í lífið en auðvitað hafa brúnkuvörur síðustu ára stundum verið of ákafar. Nú eru þó nokkur merki komin með á markað brúnkudropa sem þú setur einfaldlega út í andlitskremið þitt og stjórnar þannig hversu mikinn lit þú færð: því fleiri dropar, því meiri litur. Ein af mínum uppáhalds formúlum þegar kemur að brúnkudropum er Luxe Tan Tonic Glow Drops frá St. Tropez en þessi formúla virðist ekki einungis taka gráman af andlitinu heldur virkar húðin rakameiri og sléttari, enda býr formúlan yfir hýalúrónsýru, vítamínum og öðrum húðbætandi innihaldsefnum. Sjálf nota ég 5 dropa út í andlitskremið af og til, þegar spegilmyndin segir til.