Lést um 90 kíló frá árinu 2007

Lífsstílsbreyting | 19. júní 2023

Lést um 90 kíló frá árinu 2007

Stórleikarinn John Goodman var nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum í Mónakó á sunnudag. Goodman var viðstaddur Monte Carlo sjónvarpshátíðina þar í landi og gekk rauða dregilinn heilum 90 kílóum léttari. Hann hét því að breyta lífsháttum sínum árið 2007 og hefur svo sannarlega staðið sína plikt. 

Lést um 90 kíló frá árinu 2007

Lífsstílsbreyting | 19. júní 2023

Leikarinn John Goodman breytti um lífstíl og hefur frá árinu …
Leikarinn John Goodman breytti um lífstíl og hefur frá árinu 2007 lést um 90 kíló. Samsett mynd

Stór­leik­ar­inn John Goodm­an var nær óþekkj­an­leg­ur á rauða dregl­in­um í Mónakó á sunnu­dag. Goodm­an var viðstadd­ur Monte Car­lo sjón­varps­hátíðina þar í landi og gekk rauða dreg­il­inn heil­um 90 kíló­um létt­ari. Hann hét því að breyta lífs­hátt­um sín­um árið 2007 og hef­ur svo sann­ar­lega staðið sína plikt. 

Stór­leik­ar­inn John Goodm­an var nær óþekkj­an­leg­ur á rauða dregl­in­um í Mónakó á sunnu­dag. Goodm­an var viðstadd­ur Monte Car­lo sjón­varps­hátíðina þar í landi og gekk rauða dreg­il­inn heil­um 90 kíló­um létt­ari. Hann hét því að breyta lífs­hátt­um sín­um árið 2007 og hef­ur svo sann­ar­lega staðið sína plikt. 

Leik­ar­inn sem er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um The Big Le­bowski, Mon­sters Inc, The Flintstones og King Ralph, hóf lífstíls­breyt­ing­una árið 2007, en þá hætti leik­ar­inn að drekka.

Goodm­an réði í kjöl­farið þjálf­ara til þess að aðstoða sig með mataræði og sér­hæfðar æf­ing­ar. Að sögn þjálf­ar­ans, kynnti hann stjörn­una fyr­ir Miðjarðar­hafs­mataræðinu, en það legg­ur sér­staka áherslu á fisk, hnet­ur, ólífu­olíu, græn­meti og ávexti. Leik­ar­inn stund­ar einnig lík­ams­rækt af kappi og pass­ar að ganga 10.000 til 12.000 skref á dag. 

mbl.is