Viðvörun - Geggjaður eftirréttastaður í Soho London

Matur á ferðalögum | 19. júní 2023

Viðvörun - Geggjaður eftirréttastaður í Soho London

Cocomelt súkkulaðiveitinga- og eftirréttastaðurinn er staðsettur í hjarta Soho í Lundúnarborg. Við hverju má búast þegar þú mætir á staðinn - risastórum súkkulaðigosbrunnum, pönnukökum og ávaxtastöngum dýfðum beint í súkkulaði úr gosbrunninum, súkkulaði sushi, crêpes, vöfflur og fleiri sælkeraréttum.

Viðvörun - Geggjaður eftirréttastaður í Soho London

Matur á ferðalögum | 19. júní 2023

Cocomelt súkkulaðið- og eftirréttastaðurinn er staðsettur í hjarta Soho í …
Cocomelt súkkulaðið- og eftirréttastaðurinn er staðsettur í hjarta Soho í Lundúnarborg og þangað verða allir súkkulaði unnendur að fara. Samsett mynd

Cocomelt súkkulaðiveitinga- og eftirréttastaðurinn er staðsettur í hjarta Soho í Lundúnarborg. Við hverju má búast þegar þú mætir á staðinn - risastórum súkkulaðigosbrunnum, pönnukökum og ávaxtastöngum dýfðum beint í súkkulaði úr gosbrunninum, súkkulaði sushi, crêpes, vöfflur og fleiri sælkeraréttum.

Cocomelt súkkulaðiveitinga- og eftirréttastaðurinn er staðsettur í hjarta Soho í Lundúnarborg. Við hverju má búast þegar þú mætir á staðinn - risastórum súkkulaðigosbrunnum, pönnukökum og ávaxtastöngum dýfðum beint í súkkulaði úr gosbrunninum, súkkulaði sushi, crêpes, vöfflur og fleiri sælkeraréttum.

Cocomelt London er sannarlega staðurinn fyrir besta heita súkkulaðið í London og súkkulaði byggða eftirrétti. Boðið er upp á margs konar crêpes, vöfflur og ávexti - allt eru þessir réttir þaknir af alvöru belgísku súkkulaði úr súkkulaðibrunninum eftir þörfum. Eftirréttirnir munu klárlega fullnægja súkkulaðilöngun þinni og upplifun.

Þennan stað verða allir súkkulaði unnendur að heimsækja.
Þennan stað verða allir súkkulaði unnendur að heimsækja. Skjáskot/Instagram

Súkkulaðigosbrunnar

Súkkulaðigosbrunnar gefa kaffihúsinu sérstakan karakter og staðurinn er svo sannarlega fyrir þá sem hafa gaman að birta skemmtilegar myndir á Instagram. Sjón er sögu ríkari og það er sannarlega hughrif að mæta og upplifa töfra súkkulaðigosbrunnanna sjálfur.

Cocomelt er innréttaður með skemmtilegum hringborðum og notalegum sófum í glæsilegum pastellitum sem passa við litina á veggjum. Neonskilti, grafík og fallegar blómaskreytingar veita fullkominn bakgrunn fyrir Instagram myndirnar þínar.

Hjá Cocomelt nota þeir belgískt súkkulaði til að skreyta réttina og má búast við eftirréttar listaverk verði borið á borð fyrir þig. Það er fjöldinn af heitum og köldum drykkjum, allt frá heitu súkkulaði til mjólkurhristinga til Frappuccino. Himneskur staður sem vert er að kíkja á.

Súkkulaðihjúpaðir bananar eru syndsamlega góðir.
Súkkulaðihjúpaðir bananar eru syndsamlega góðir. Skjáskot/Instagram
Girnilegar pönnukökur fyrir sælkera.
Girnilegar pönnukökur fyrir sælkera. Skjáskot/Instagram
Súkkulaðidýrð alls staðar.
Súkkulaðidýrð alls staðar. Skjáskot/Instagram
Ljúffengar kræsingar á matseðlinum sem gleðja alla sælkera.
Ljúffengar kræsingar á matseðlinum sem gleðja alla sælkera. Skjáskot/Instagram
Súkkulaðisyndir í ýmsum samsetningum.
Súkkulaðisyndir í ýmsum samsetningum. Skjáskot/Instagram
mbl.is