Hvernig veistu hvort þú ert með áfallastreitu?

Hvernig veistu hvort þú ert með áfallastreitu?

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur hjá Sálarlíf sálfræðistofu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem telur að hún gæti hugsanlega verið með áfallastreitu. 

Hvernig veistu hvort þú ert með áfallastreitu?

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur | 20. júní 2023

Tinna Rut Torfadóttir svarar spurningum lesenda.
Tinna Rut Torfadóttir svarar spurningum lesenda. Ljósmynd/Samsett

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur hjá Sálarlíf sálfræðistofu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem telur að hún gæti hugsanlega verið með áfallastreitu. 

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur hjá Sálarlíf sálfræðistofu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem telur að hún gæti hugsanlega verið með áfallastreitu. 

Sæl Tinna. 

Mig hefur mjög lengi grunað að ég sé með afallastreitu. Ég er 59 ára og hef gengið í gegnum mjög mörg áföll. Hvernig get ég komist að því hvort ég er að með áfallastreitu eða ekki?  

Kveðja, 

SH

Luis Villasmil/Unsplash

Sæl

Takk fyrir að hafa samband.

Þú getur leitað til sálfræðings. Þar myndi hann byrja á því að fá ítarlega sögu frá þér og skima fyrir einkennum áfallastreituröskunar og jafnvel greina þig með slíka röskun í framhaldinu.

Ég hvet þig til þess að láta verða af þessu, því ómeðhöndluð áfallastreitueinkenni geta leitt af sér ýmsan annan geðrænan vanda eins og kvíða, þunglyndi, samskiptaerfiðleika, félagslega einangrun og stundum leiðir það til þess að einstaklingar fara að misnota vímugjafa.

Hugræn atferlismeðferð og EMDR (e. Eye Movement Desensitization Reprocessing) eru þær meðferðir sem gjarnan eru notaðar við meðhöndlun á einkennum áfallastreituröskunar.

Þá vil ég einnig benda þér á að hægt er að leita til áfallateymis Landspítalans, en þar þurfa fagaðilar að vísa skjólstæðingum inn til dæmis læknar, geðlæknar, sálfræðingar. Í teyminu eru sálfræðingar sem sinna skjólstæðingum sem þurfa á stuðning að halda vegna áfalla, bæði er tekið við skjólstæðingum sem eru að glíma við nýleg áföll og einnig við skjólstæðingum sem eru að glíma við áfallastreituröskun eftir eldri áföll.

Gangi þér sem allra best!

Kveðja, Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu spurningu HÉR. 

mbl.is