Myndskeið úr kafbátnum áður en hann hvarf

Myndskeið úr kafbátnum áður en hann hvarf

Fréttastofa BBC birti í dag myndskeið af kafbát, fyrirtækisins OceanGate, sem er nú leitað í Atlantshafinu. Myndskeiðið var tekið upp árið 2022 en þar sést að kafbáturinn er einstaklega lítill.

Myndskeið úr kafbátnum áður en hann hvarf

Leitað að kafbát í Atlantshafi | 20. júní 2023

Kafbáturinn sem var notaður í ferðinni að Titanic er fyrir …
Kafbáturinn sem var notaður í ferðinni að Titanic er fyrir miðju myndarinnar. Eins og sést er hann smávaxinn. AFP

Fréttastofa BBC birti í dag myndskeið af kafbát, fyrirtækisins OceanGate, sem er nú leitað í Atlantshafinu. Myndskeiðið var tekið upp árið 2022 en þar sést að kafbáturinn er einstaklega lítill.

Fréttastofa BBC birti í dag myndskeið af kafbát, fyrirtækisins OceanGate, sem er nú leitað í Atlantshafinu. Myndskeiðið var tekið upp árið 2022 en þar sést að kafbáturinn er einstaklega lítill.

Athygli vekur að kafbátnum er stjórnað með fjarstýringu sem er venjulega notuð fyrir tölvuleiki.

Kafbátsins, sem ferjaði fimm einstaklinga að flaki Titanic á botni Atlantshafs, er enn leitað. Eins og áður hefur verið greint frá stendur umfangsmikil leit yfir á svæðinu en talið er að Stockton Rush, framkvæmdastjóri OceanGate sem stendur fyrir ferðum að Titanic, sé einn af þeim sem eru um borð í bátnum.

Rush kemur fram í myndskeiðinu sem BBC birti í dag af kafbátnum og útskýrir þar hvernig honum er stjórnað. Myndskeiðið er hægt að sjá hér fyrir neðan.

mbl.is