25 ára fyrirsæta í dái eftir lýtaaðgerð

Áhrifavaldar | 21. júní 2023

25 ára fyrirsæta í dái eftir lýtaaðgerð

Rússneska fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Vlada Antropova, var flutt í skyndi á gjörgæslu þar sem hún berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa gengist undir lýtaaðgerð á nefi. 

25 ára fyrirsæta í dái eftir lýtaaðgerð

Áhrifavaldar | 21. júní 2023

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Farhad Irani

Rúss­neska fyr­ir­sæt­an og áhrifa­vald­ur­inn, Vlada Antropova, var flutt í skyndi á gjör­gæslu þar sem hún berst nú fyr­ir lífi sínu eft­ir að hafa geng­ist und­ir lýtaaðgerð á nefi. 

Rúss­neska fyr­ir­sæt­an og áhrifa­vald­ur­inn, Vlada Antropova, var flutt í skyndi á gjör­gæslu þar sem hún berst nú fyr­ir lífi sínu eft­ir að hafa geng­ist und­ir lýtaaðgerð á nefi. 

Fyr­ir­sæt­an inn­ritaði sig á einka­rekna læknamiðstöð rétt fyr­ir utan Moskvu til að gang­ast und­ir lýtaaðgerð á nefi. Skömmu eft­ir aðgerðina missti Antropova meðvit­und og var flutt með hraði á gjör­gæslu, en hún er nú í önd­un­ar­vél á Burd­en­ko-sjúkra­hús­inu í Moskvu.

„Stærsta áskor­un­in er að skipta um nef­brún­ina þegar bein­vef­ur­inn er skor­inn. Blæðing­ar og jafn­vel skemmd­ir á höfuðkúpu­botni geta átt sér stað, sem get­ur leitt til dauða,“ sagði lýta­lækn­ir­inn Igor Korot­koy í sam­tali við Daily Mail

Fjöl­skylda fyr­ir­sæt­unn­ar bíður nú ör­vænt­inga­full og von­ast til að Antropova kom­ist til meðvit­und­ar, en þau segja að í fyrstu hafi aðgerðin virst heppn­ast vel. Hins veg­ar hafi ástand henn­ar byrjað að versna veru­lega sem endaði með því að hún missti meðvit­und og féll í dá. 

mbl.is