Ekki kaupa og kaupa vörur sem enda í ruslinu

Maríanna Pálsdóttir | 21. júní 2023

Ekki kaupa og kaupa vörur sem enda í ruslinu

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur skrifar um ofgnóttina þegar kemur að snyrtivörum. Hún segir að það sé nóg að eiga eitt serum - ekki tíu. Hún mælir með því að fólk fari í húðgreiningu í stað þess að kaupa bara og kaupa vörur sem enda í ruslinu. 

Ekki kaupa og kaupa vörur sem enda í ruslinu

Maríanna Pálsdóttir | 21. júní 2023

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur skrifar um ofgnóttina sem …
Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur skrifar um ofgnóttina sem ríkir í samfélagi manna. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur skrifar um ofgnóttina þegar kemur að snyrtivörum. Hún segir að það sé nóg að eiga eitt serum - ekki tíu. Hún mælir með því að fólk fari í húðgreiningu í stað þess að kaupa bara og kaupa vörur sem enda í ruslinu. 

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur skrifar um ofgnóttina þegar kemur að snyrtivörum. Hún segir að það sé nóg að eiga eitt serum - ekki tíu. Hún mælir með því að fólk fari í húðgreiningu í stað þess að kaupa bara og kaupa vörur sem enda í ruslinu. 

Það er til slíkt magn af snyrtivörum í þessum heimi að engan skal undra að fólki fallist hendur að ganga inn í snyrtivöruverslanir. Að velja sér gott rakakrem getur reynst þrautinni þyngra þegar það eru 20 krem frá mismunandi framleiðendum í einni hillunni. Fólk grípur gjarnan eitthvað sem því finnst líta vel út og vonar að það virki fyrir sig og sína húðgerð. Þetta er bruðl að mínu mati og fólk ætti að forðast að versla fyrir tugi þúsunda krem eða snyrtivörur sem endar svo í skápnum ónotað.

Hvað get ég sem snyrtifræðingur ráðlagt þér að gera?

Ég ráðlegg þér að panta tíma í húðgreiningu á snyrtistofu og fá ráðleggingar hjá fagaðila. Þá færð þú greinagóða útskýringu á því hvernig húðgerð þú ert með. Hvaða vörur henta þér og hvaða vörur þú ættir að forðast. Það er að mörgu að huga og er mikilvægt að vera meðvitaður um að fara eftir ráðleggingum fagaðila. Þetta mun að endingu spara þér tíma og mikla peninga.

Húðumhirða er stór partur af því að líta vel út og líða vel í sjálfinu. Sumir eru þannig skapaðir að það þarf nánast ekkert að hafa fyrir því að líta vel út meðan aðrir þurfa að hafa aðeins meira fyrir því. Hver þekkir ekki konuna sem segist hafa makað vaselíni á andlitið sitt alla tíð og leit út eins og táningur orðin 90 ára. Ég myndi svo sem ekki ráðleggja neinum það en mér finnst samt mjög krúttlegt að heyra svona sögur og ég trúi þeim alveg.

Við val á snyrtivörum er einfaldleikinn það sem skiptir mestu máli að mínu mati. Við þurfum ekki tíu mismunandi serum og krem á andlitið. Þess þarf ekki og getur það ýtt undir ójafnvægi í húðinni. Það geta flestir verið sammála um að það er ekki fýsilegt að vera með margar opnaðar eða hálf ónotaðar dollur af kremum í skápnum sínum því þær henta ekki þinni húðgerð. Kostnaðurinn getur verið stjarnfræðilega hár á snyrtivörum og skiptir því gríðarlega miklu máli að velja rétt og vanda valið. Ég ráðleggja öllum að eiga góðan andlitshreinsi, andlitsvatn og gott væringakrem til að nota kvölds og morgna. Svo er hægt að bæta við rútínuna með serumi, augnkremi, kornamaska, andlitssýrum eða retínóli.

Gen fólks eru misjöfn og það eru engar tvær manneskjur eins. Það sem hentar mér og minni húðgerð er mitt að finna út úr og fá fagaðila til að aðstoða mig með. Það er ekki nóg að leita til sérfræðings með hreina húð og greina hana einungis út frá því hvernig hún lítur út þá stundina. Það er lífsstíllinn og genin sem spila stærstan þátt. Það þýðir ekkert að halda að þú getir verið óaðfinnanlegur í útliti ef þú drekkur áfengi óhóflega og mengar lungun þín með reykingum, hreyfir þig ekki og drekkur Pepsí Max í öll mál. Það segir sig sjálft að þú ert aldrei að fara að vera besta útgáfan af sjálfum þér þannig. Stress og streita er risavaxin heilsuspillir og það er hægt að sjá á húðinni þinni hvort þú ert undir miklu álagi og allt á yfirsnúning í lífi þínu en þá verður húðin þín þreytuleg, líflaus, mislit  og oft koma bólgur í kringum augun. Það vantar glampann í húðina þína og þá er bara eitt til ráða, hvíla sig vel og tóna niður álagið í lífinu.

Sólin er okkar besti vinur en getur líka verið óvinur okkar. Við á Íslandi verðum sérstaklega að vara okkur á því að fá ekki sólarskemmdir í húðina okkar. Við erum mikið til svelt af sól í um það bil níu mánuði á ári og svo þegar sú gula lætur svo loksins sjá sig þá missum við okkur gjarnan í gleðinni og gleymum að bera á okkur sólarvarnir, skaðbrennum húðina en það getur gerst á mjög skömmum tíma, það er algert grundvallar atriði að bera á sig góða sólarvörn og koma þannig í veg fyrir skemmdir í húðinni.

Talandi um sólböð þá verð ég að nefna ljósabekki og sólbaðsstofur. Það er með ólíkindum að slíkt sé leyft og er það mitt mat að ekki undir neinum kringumstæðum skalt þú nota slíka bekki og hvað þá gefa grænt ljós á það fyrir barnið þitt. Það er ekki til sá húðlæknir sem myndi mæla með því rétt eins og lungna sérfræðingur myndi ekki hvetja nokkurra manneskju til þess að reykja sígarettur. Ég segi algert nei við því að fara í sólarbekki. Það þarf ekki að ræða það neitt frekar því það er óþarfi að útskýra það augljósa!

Til að enda þennan pistil þá ætla ég að koma með einfalda útskýringu á því af hverju einfaldleikinn er að mínu mati bestur. Það er lögmál að við eldumst norður en ekki suður. Það er óumflýjanlegt og því fyrr sem þú lærir að elska þá staðreynd þá verður allt svo mikið einfaldara. Það eru engin krem sem gera kraftaverk heldur er þetta spurning um að líta í spegilinn og elska það sem þú sérð alltaf, sama á hvaða aldursári þú ert og sama á hvaða skeiði þú ert í lífinu. Lifa lífinu heildrænt heilsusamlega þá muntu líta vel út. Þetta spilar allt saman Næring – Hreyfing – Núvitund og að njóta þess sem við höfum.

Í næsta pistli ætla ég að ræða um ofneyslu almennt. Þurfum við alla þessa kjóla, öll þessi hálsmen og allt þetta veraldarlega dót? Í hvaða skarð erum við að fylla með öllu þessu kaupæði?

mbl.is