HönnunarMars verður í apríl á næsta ári

HönnunarMars | 21. júní 2023

HönnunarMars verður í apríl á næsta ári

Hönnunarhátíðin HönnunarMars verður haldin 24.-28. apríl á næsta ári. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburður landsins, þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar og viðburðir veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans. 

HönnunarMars verður í apríl á næsta ári

HönnunarMars | 21. júní 2023

Helga Ólafsdóttir er stjórnandi HönnunarMars.
Helga Ólafsdóttir er stjórnandi HönnunarMars.

Hönnunarhátíðin HönnunarMars verður haldin 24.-28. apríl á næsta ári. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburður landsins, þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar og viðburðir veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans. 

Hönnunarhátíðin HönnunarMars verður haldin 24.-28. apríl á næsta ári. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburður landsins, þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar og viðburðir veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans. 

Dagskrá hátíðarinnar spannar allt frá arkitektúr, grafískrar hönnunar til fatahönnunar, vöruhönnunar, stafrænnar hönnunar og allt þar á milli. Hátíðin er ein af borgarhátíðum Reykjavíkur og hefur farið fram árlega frá árinu 2009, þetta verður því í sextánda sinn sem gestum gefst tækifæri til að kynnast því sem er gerast í hönnun og arkitektúr þvert á fögin. 

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks er lykilviðburður hátíðarinnar og fer fram miðvikudaginn 24. apríl í Hörpu. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir innblástur og samtal um helstu þróun og breytingar knúin áfram af hönnun og arkitektúr - og ein sú skemmtilegasta!

mbl.is