Enn er ekki vitað hvaðan hljóðin koma sem numin hafa verið í Atlantshafi í nótt við leitina að kafbátnum sem hvarf á ferðalagi sínu niður að flaki Titanic.
Enn er ekki vitað hvaðan hljóðin koma sem numin hafa verið í Atlantshafi í nótt við leitina að kafbátnum sem hvarf á ferðalagi sínu niður að flaki Titanic.
Enn er ekki vitað hvaðan hljóðin koma sem numin hafa verið í Atlantshafi í nótt við leitina að kafbátnum sem hvarf á ferðalagi sínu niður að flaki Titanic.
Þetta kom fram í máli John Mauger, hjá bandarísku strandgæslunni, í viðtali við fréttamiðilinn CBS fyrir skömmu. Mauger stýrir leitinni að kafbátnum.
Hann sagði flókna leit halda áfram og að hugur hans væri hjá áhöfninni og fjölskyldum þeirra.
Hann staðfesti að flugvél með sónartæki hefði greint hljóð í djúpinu í gær, en að ekki sé vitað hvaðan það kemur.
Segir Mauger hljóðið vera „skotmarkið“ og lögð sé áhersla á að rekja uppruna þess, að því er BBC greinir frá.
Öll tæki eru notuð við leitina og leitað verður eins lengi og mögulegt er fyrir áhöfn kafbátarins að lifa af, að sögn Mauger.
Fleiri skip muni leita á svæðinu og haldið verður áfram að leita í lofti fyrir ofan hafið.