Allt frá því skipið sökk í jómfrúarferð sinni yfir Atlantshafið fyrir meira en öld síðan hefur Titanic vakið athygli og forvitni. Skipið og örlög þess eru umfjöllunarefni fjölda bóka, kvikmynda og leikrita.
Allt frá því skipið sökk í jómfrúarferð sinni yfir Atlantshafið fyrir meira en öld síðan hefur Titanic vakið athygli og forvitni. Skipið og örlög þess eru umfjöllunarefni fjölda bóka, kvikmynda og leikrita.
Allt frá því skipið sökk í jómfrúarferð sinni yfir Atlantshafið fyrir meira en öld síðan hefur Titanic vakið athygli og forvitni. Skipið og örlög þess eru umfjöllunarefni fjölda bóka, kvikmynda og leikrita.
Skipið þótti á sínum tíma sýna hversu gríðarlegar framfarir hefðu orðið í smíði skipa og mennirnir sem smíðuðu það töldu sig hafa smíðað fley sem ekki gæti sokkið.
Annað kom á daginn í apríl 1912.
Umfangsmikil leit stendur nú yfir í grennd við staðinn þar sem flak skipsins ósökkvanlega hvílir. Kafbáturinn Titan, sem flutti ferðamenn niður að heillandi flakinu, hvarf á mánudag með fimm menn innanborðs. Súrefnisbirgðir kafbátsins eru á þrotum.
Titanic sigldi úr höfn frá Southampton á Englandi í apríl 1912 og var áfangastaðurinn New York í Bandaríkjunum. Var skipið það stærsta sem smíðað hafði verið í heiminum og talið mesti lúxusfarkostur yfir Atlantshafið.
Farþegar á fyrsta farrými gátu stundað líkamsrækt um borð, notið sín við sundlaug um borð og snætt á fyrirtaks veitingastað.
Á farrýmum neðar í skipinu mátti farandfólk hírast í litlum káetum og láta sig dreyma um að hefja nýtt líf í Ameríku.
Það var seint hinn 15. apríl sem Titanic, með alla sína 2.224 farþega um borð, sigldi á ísjaka. Sjór byrjaði að streyma inn í hið ósökkvanlega skip.
Um borð voru ekki nógu margir björgunarbátar, áhöfnin kunni ekki að nota þá og sumir björgunarbátarnir fóru frá borði hálf fullir.
Nokkrum klukkustundum eftir að stefni skipsins byrjaði að sökkva rifnaði skipið í tvennt og þeir farþegar sem ekki voru komnir frá borði í björgunarbátum lentu í ísköldu hafinu.
Um 1.500 manns létust í slysinu. Um 700 var bjargað af RMS Carpathia.
Nákvæm staðsetning flaksins var á huldu í 70 ár þar til það fannst á 3.700 metra dýpi. Myndir af því sýna hin ýmsu húsgögn á víð og dreif. Á fyrstu myndunum mátti líka enn sjá eigur farþeganna óheppnu.
Frá því flakið fannst hefur fjöldi manns kafað niður að því. Vísindamenn, ferðamenn, ævintýramenn og kvikmyndagerðarmenn hafa lagt leið sína að því.
Kvikmyndin sem dregur nafn sitt af skipinu og kom út árið 1997 sýnir kannski hvað best hversu mikið aðdráttarafl skipið hefur, þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í yfir 100 ár. Tekjur af kvikmyndinni námu 2.257 milljörðum bandaríkjadala.
Myndin er sívinsæl og á 25 ára afmæli myndarinnar í fyrra sagði leikstjórinn James Cameron að ástin sem fólk bæri til sögu skipsins myndi sennilega aldrei dvína.