Fyrirtækið OceanGate, sem á kafbátinn sem hvarf á ferðalagi sínu niður að flaki Titanic, var ítrekað varað við göllum sem gætu skapað verulega hættu fyrir farþega í kafbátnum.
Fyrirtækið OceanGate, sem á kafbátinn sem hvarf á ferðalagi sínu niður að flaki Titanic, var ítrekað varað við göllum sem gætu skapað verulega hættu fyrir farþega í kafbátnum.
Fyrirtækið OceanGate, sem á kafbátinn sem hvarf á ferðalagi sínu niður að flaki Titanic, var ítrekað varað við göllum sem gætu skapað verulega hættu fyrir farþega í kafbátnum.
Fyrirtækið hefur skipulagt ferðir árlega niður að flaki Titanic frá árinu 2021.
Samkvæmt skýrslu frá 2018 var þörf á frekari prófunum á bátnum. Fram kom að farþegar gætu verið í hættu þegar báturinn næði miklu dýpi, en flak Titanic er á á 3.800 metra dýpi í Atlantshafi.
David Lochridge, fyrrverandi stjórnandi hjá OceanGate, skrifaði skýrsluna.
Fyrirtækið stefndi Lochridge í kjölfar skýrslunnar og sakaði hann um að hafa brotið þagnarskyldu. Lochridge lagði fram gagnkröfu og hélt því fram að honum hefði verið ranglega sagt upp störfum fyrir að velta upp spurningum um prófanir og öryggi.
Áhyggjur Lochridge beindust fyrst og fremst að ákvörðun fyrirtækisins um að reiða sig á viðkvæma hljóðgreiningu, það er hvelli frá skipsskrokknum undir þrýstingi, til að greina galla, í stað prófana á skrokknum, að því er segir í frétt AP.
Hann sagðist hafa fengið þau svör frá fyrirtækinu að enginn búnaður væri til sem gæti framkvæmt slíka prófun.
„Þetta var vandamál af því að þessi tegund hljóðgreiningar sýnir aðeins þegar hlutur er við það að bila, oft millisekúndum fyrir atburð,“ sagði í gagnkröfu Lochridge.
Kafbáturinn var hannaður til að ná 4.000 metra dýpi, en samkvæmt Lochridge var útsýnisskýli bátsins aðeins vottað fyrir allt að 1.300 metra dýpi. OceanGate hefði ekki viljað greiða framleiðandanum fyrir að byggja útsýnisskýli sem gæti farið niður að 4.000 metrum.
Fyrirtækið svaraði fullyrðum Lochridge með því að segja að hann væri ekki verkfræðingur og hefði ekki verið ráðinn sem slíkur.
Stockton Rush, framkvæmdastjóri OceanGate, varði afstöðu fyrirtækisins á síðasta ári og sagði að prófanir hefðu verið gerðar og nýr og betri skrokkur hefði verið gerður. Rush er um borð í týnda kafbátnum.
Talsmaður fyrirtækisins sagði í yfirlýsingu að kafbáturinn sem nú er leitað hefði verið fullgerður árið 2021 og væri því ekki sá sami og báturinn sem Lochridge vísaði til á sínum tíma.