Léttir og nýir réttir í anda Miðjarðarhafsins

Innlend veitingahús | 23. júní 2023

Léttir og nýir réttir í anda Miðjarðarhafsins

Þessa dagana blómstra veitingastaðir landsmanna og fjölmargir nýir réttir hafa litið dagsins ljós. Sumrinu fylgja gjarnan léttari réttir og líkari miðjarðarhafsmataræðinu. Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria og Kristján Nói rekstrarstjóri staðarins segja að sumarið hafi farið vel af stað og miðborgin iði af mannlífi.

Léttir og nýir réttir í anda Miðjarðarhafsins

Innlend veitingahús | 23. júní 2023

Kristján Nói Sæmundsson rekstrastjóri og Jón Arnar Guðbrandsson eigandi á …
Kristján Nói Sæmundsson rekstrastjóri og Jón Arnar Guðbrandsson eigandi á Grazie Trattoria segja veitingastaðina blómstra þessa daga og borgin iði af mannlífi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þessa dagana blómstra veitingastaðir landsmanna og fjölmargir nýir réttir hafa litið dagsins ljós. Sumrinu fylgja gjarnan léttari réttir og líkari miðjarðarhafsmataræðinu. Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria og Kristján Nói rekstrarstjóri staðarins segja að sumarið hafi farið vel af stað og miðborgin iði af mannlífi.

Þessa dagana blómstra veitingastaðir landsmanna og fjölmargir nýir réttir hafa litið dagsins ljós. Sumrinu fylgja gjarnan léttari réttir og líkari miðjarðarhafsmataræðinu. Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria og Kristján Nói rekstrarstjóri staðarins segja að sumarið hafi farið vel af stað og miðborgin iði af mannlífi.

Veitingastaðurinn Grazie Trattoria býður upp á ítalska matarupplifun og andrúmslofið …
Veitingastaðurinn Grazie Trattoria býður upp á ítalska matarupplifun og andrúmslofið í anda þess. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Þetta verður sumar á léttum nótunum. Við á Grazie Trattoria erum búin að bæta við nokkrum ferskum sumarréttum. Má þar nefna kræklingarétt í tómat-hvítvínssósu, túnasteik með papriku, tómat, hvítlauk og basilkremi og svo er það ofnbakaður þorskhnakki með rósakáli, tómat og bökuðum kartöfluskífum. Síðan er það humarpitsan með kúrbít og chilli sem nýtur ávallt mikilla vinsælda,“ segir Jón Arnar sem er stöðugt með matseðilinn í þróun þó ákveðnir réttir skipi sinn fasta sess. „Fleiri nýjungar eru á matseðli en þrír nýir pastaréttir hafa litið dagsins ljós hver öðrum ferskari,“segir Kristján. „Og vorum við að bæta við eftirrétti sem er alveg sturlaður, sá ber heitið Crostata de mele og er ítölsk eplabaka.“

Túnasteikin með papriku, tómat, hvítlauk og basilkremi laðar að.
Túnasteikin með papriku, tómat, hvítlauk og basilkremi laðar að. mbl.is/Arnþór Birkisson

Grunnurinn er ítölsk matargerð

Sérstaða Grazie Trattoria er ítölsk trattoria þar sem farið er í grunninn á ítalskri matargerð. „Við höfum hlutina einfalda og hvert hráefni fær að njóta sín. Maturinn er látinn njóta sín á disknum og þér á að líða eins og þú sért kominn í sveitirnar á Ítalíu,“ segir Jón Arnar.

Mikil áhersla er lögð á að vera með fagfólk á öllum sviðum. „Við leggjum mikla á áherslu á að geta boðið gestum okkar upp á eftirminnilega og góða upplifun frá upphafi til enda. Kristján er til að mynda framreiðslumeistari með fádæma reynslu við veitingastjórnun,“ segir Jón Arnar. „Sama má segja um Jón Arnar, hann er matreiðslumaður og báðir erum við útskrifaðir frá Hótel- og veitingskólanum, síðan erum við með tvær ítalskar mömmur sem hafa eldað frá ungu barnsbeini og hafa yfir 30 ára reynslu úr eldhúsinu. Þjónustu fólkið kemur alls staðar frá og hefur mikla og góða reynslu,“ segir Kristján.

Að sögn Jóns Arnars eru sumir réttir sem eru vinsælli en aðrir. „Eins og spaghetti Carbonara er alltaf númer eitt. Síðan er Osso buco-ið okkar alltaf mjög vinsælt. En með sumrinu finnum við meira fyrir því að léttu réttirnir eru að koma sterkir inn núna eins og nýju réttirnir, túnfisksteikin, þorskurinn, kræklingurinn og léttari pastaréttir sem eru ekta sumarréttir.“

Kræklingarétturinn í tómat-hvítvínssósu lítur vel út.
Kræklingarétturinn í tómat-hvítvínssósu lítur vel út. mbl.is/Arnþór Birkisson

Léttara yfir fólki og stemningin skemmtileg

Aðspurðir segja þeir Jón Arnar og Kristján að stemningin á sumrin verði allt önnur. „Á sumrin verður alltaf léttara yfir, fólk kemur fyrr og allir dagar verða eins og föstudagar og laugardagar. Stemningin er frábær og maður finnur það vel að fólk er komið í frí eða að fara í frí og allir léttir og glaðir. Blöndunin er oft þannig að túristinn er að koma fyrr og er oft kominn í mat á milli fimm og sex og svo kemur Íslendingurinn aðeins seinna. Blandan er um það bil jöfn yfir sumarið en svo er mun meira um Íslendinga á veturna. Það er eitthvað við andrúmsloftið þessa dagana hjá okkur - ítölsku systurnar töfra fram svo dásamlegan mat. Þjónarnir okkar eru víðs vegar frá Evrópu og stemningin er ótrúlega skemmtileg.“

Drykkirnir verða líka með sumarlegra ívafi og boðið er upp á Hamingjustund sem nýtur mikilla vinsælda. „Við settum upp spennandi og fjölbreyttan Spritz drykkjarseðil og gestir okkar eru að bregðast afskaplega vel við þessum drykkjum sem eru hver öðrum ferskari,“ segir Kristján. „Þegar svo sólin kemur til höfuðborgarsvæðisins, bjóðum við úrval af rósavíni í glasavís eins og til dæmis hið goðsagnakennda Mateus Rosé sem Íslendingar hafa drukkið aftur í aldir. Það er nostalgía.“

Suðræn og fallegur þorskhnakkinn ásamt meðlætinu.
Suðræn og fallegur þorskhnakkinn ásamt meðlætinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Rómantískt yfirbragð er yfir staðnum og falleg verk prýða veggina.
Rómantískt yfirbragð er yfir staðnum og falleg verk prýða veggina. mbl.is/Arnþór Birkisson
Hugsað er fyrir hverju smáatriði og hlýleikinn umvefur matargesti.
Hugsað er fyrir hverju smáatriði og hlýleikinn umvefur matargesti. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is