Listakokkur í Dölunum

Innlend veitingahús | 23. júní 2023

Listakokkur í Dölunum

Rúnar Jóhannsson matreiðslumaður á Dalahóteli á Laugum í Sælingsdal hefur unnið við matreiðslu síðan hann var nýfermdur eða frá 14 ára aldri.

Listakokkur í Dölunum

Innlend veitingahús | 23. júní 2023

Rúnar Jóhannsson er mikill listakokkur og kann líka ljúffengt brauð …
Rúnar Jóhannsson er mikill listakokkur og kann líka ljúffengt brauð að baka. Hann nýtur sín í starfi í sveitinni og blómstrar í matargerðinni. Samsett mynd

Rúnar Jóhannsson matreiðslumaður á Dalahóteli á Laugum í Sælingsdal hefur unnið við matreiðslu síðan hann var nýfermdur eða frá 14 ára aldri.

Rúnar Jóhannsson matreiðslumaður á Dalahóteli á Laugum í Sælingsdal hefur unnið við matreiðslu síðan hann var nýfermdur eða frá 14 ára aldri.

Á Dalahóteli er boðið upp á eðalgóðan íslenskan mat meðal annars fisk, lamb og nýbakað brauð úr Dölunum sem vakið hefur verðskuldaða athygli þeirra gesta sem lagt hafa leið sína í Sælingsdalinn.

Rúnar nýtur þess að blómstra í sveitinni og náttúran reynist honum gjöful í matargerðinni. ,,Ég byrjaði að vinna hjá Reyni bakara á Dalvegi 4 í Kópavogi þegar ég var nýfermdur. Ég fékk mikinn áhuga á bakstri þá en á unglingsárunum langaði mig að verða matreiðslumaður og ég var einungis 17 ára þegar ég réð mig í vinnu á Fiskmarkaðnum. Ég var þar í fjögur ár en færði mig svo um set yfir á Eskifjörð á veitingastaðinn Randúlfs Sjóhús sem er alveg við sjóinn. Við fengum fiskinn beint inn í hús af bryggjunni. Það var eins ferskt eins og hugast getur. Svo voru höfrungar og selir að stökkva fyrir utan gluggann við bryggjuna," segir Rúnar dreyminn á svip.

Síðan lá leið Rúnars aftur í bæinn á Hipstur veitingastað þar sem hann starfaði frá 2020 þar til í janúar á þessu ári. ,,Það var mikil keyrsla en einnig mikil reynsla í leiðinni. Í janúar á þessu ári ákvað ég að söðla um og flytja í sveitarómantíkina í Dölunum. Mér var boðið starf á Dalahóteli á Laugum í Sælingsdal og hér er yndislegt að vera. Það komu inn nýir rekstraraðilar að hótelinu og hafa lyft hér grettistaki. Það er búið að taka hótelið og eldhúsið mikið í gegn en hér áður var Hótel Edda með rekstur yfir sumartímann um árabil. Nýja nafnið er Dalahótel og það ber nafn með rentu enda í fögru umhverfi hér í Sælingsdal.“

Mikill metnaður er í matargerðinni hjá Rúnari og sækir hann …
Mikill metnaður er í matargerðinni hjá Rúnari og sækir hann hráefnið í nærumhverfið í Dölunum. Ljósmynd/Sóllilja Tindsdottir

Þyrluflug til að tína sveppi úti í náttúrunni

,,Ég reyni að halda mig við það að fá sem mest hráefni úr nærumhverfinu. Fiskurinn kemur spriklandi ferskur frá Vestfjörðunum og þegar grænmetisuppskeran fer að detta inn af bæjunum í kring mun ég klárlega nýta mér það. Auk þess er nauðsynlegt að vera með lambakjöt á matseðli enda er Dalasýsla margrómuð fyrir sauðfjárrækt. Kryddjurtir ræktum við sjálf eða sækjum upp í fjallið hér í dalnum. Ég hef gaman af að tína sveppi og rabarbara og raunar allt mögulegt. Rabarbarann fæ ég á næsta bæ, þar vex hann eins og enginn sé morgundagurinn. Allur afgangur úr eldhúsinu sem og matarleifar frá gestum fara til dýranna hér í sveitinni og því nýtist allt hráefni bæði í menn og dýr. Tengdapabbi á þyrlu og ég fæ stundum að fara og fljúga með honum í aðra dali og þar tínum við sveppi og fleira sem náttúran gefur. Á Dalahóteli erum við að bjóða upp á lamb, fisk, matarmiklar súpur, en einnig svonefndan Dalaborgara sem vakið hefur mikla lukku. Einnig er alltaf nýbakað brauð og þar fæ ég útrás fyrir gamla bakarann sem í mér blundar, segir Rúnar og brosir.“ Það verður spennandi að fara í Sælingsdal og fá að kíkja til kokksins sem blómstrar í náttúrunni.

Réttirnir hans Rúnars eru hver öðrum girnilegri og fanga bæði auga og munn.

Réttirnir hans Rúnars eru fallega framsettir og laða augað að.
Réttirnir hans Rúnars eru fallega framsettir og laða augað að. Ljósmynd/Sóllilja Tindsdottir
Eftirréttirnir eru bæði girnilegir og ljúffengir og allir sælkerar kunna …
Eftirréttirnir eru bæði girnilegir og ljúffengir og allir sælkerar kunna vel að njóta þessarar dýrðar. Ljósmynd/Sólilja Tindsdottir
Yfirbragð hótelsins, umgjörð og aðbúnaður undirstrika sveitarómantíkina sem svífur yfir.
Yfirbragð hótelsins, umgjörð og aðbúnaður undirstrika sveitarómantíkina sem svífur yfir. Ljósmynd/Sóllilja Tindsdottir
Íslenska síldin fallega borin fram á rúgbrauði, skreytt með dillgreinum.
Íslenska síldin fallega borin fram á rúgbrauði, skreytt með dillgreinum. Ljósmynd/Sólilja Tindsdottir
Réttirnir er hver öðrum fallegri og laða að auga og …
Réttirnir er hver öðrum fallegri og laða að auga og munn. Ljósmynd/Sóllilja Tindsdottir
Íslensk list fangar gestsaugað.
Íslensk list fangar gestsaugað. Ljósmynd/Sóllilja Tindsdottir
Hótelið er byggt á gömlum grunni og það er nostalgía …
Hótelið er byggt á gömlum grunni og það er nostalgía að koma í veitingasalinn. Ljósmynd/Sóllilja Tindsdottir
mbl.is