Bryndís Óskarsdóttir, sem oftast er kölluð Dísa Óskars, er mikil áhugamanneskja um endurvinnslu og endurnýtingu. Hún er menntaður grafískur hönnuður, matartæknir og markþjálfi, en finnst skemmtilegast að kynna sig sem hugmyndasmið sem hjálpar fólki að hugsa út fyrir rammann og virkja sköpunarkraftinn.
Bryndís Óskarsdóttir, sem oftast er kölluð Dísa Óskars, er mikil áhugamanneskja um endurvinnslu og endurnýtingu. Hún er menntaður grafískur hönnuður, matartæknir og markþjálfi, en finnst skemmtilegast að kynna sig sem hugmyndasmið sem hjálpar fólki að hugsa út fyrir rammann og virkja sköpunarkraftinn.
Bryndís Óskarsdóttir, sem oftast er kölluð Dísa Óskars, er mikil áhugamanneskja um endurvinnslu og endurnýtingu. Hún er menntaður grafískur hönnuður, matartæknir og markþjálfi, en finnst skemmtilegast að kynna sig sem hugmyndasmið sem hjálpar fólki að hugsa út fyrir rammann og virkja sköpunarkraftinn.
Dísa hefur verið skapandi frá því að hún man eftir sér. Segist hún hreinlega fá eitthvað út úr því ef hún getur búið til eitthvað fallegt úr því sem aðrir sjá sem rusl.
„Þetta byrjaði fyrir alvöru með því að ég fór að búa til luktir úr gömlum krukkum. Ég teiknaði blóm sem ég skar út úr vínil sem var afgangs á auglýsingastofunni sem ég vann á. Síðan sandblés ég myndirnar á krukkurnar og seldi í massavís. Þarna sá ég að það var í alvöru hægt að nýta það sem aðrir voru að losa sig við og búa til eitthvað fallegt úr því,“ segir Dísa.
Dísa segir að endurnýtingin hafi verið tekin föstum tökum þegar hún og maður hennar opnuðu ferðaþjónustu árið 2010. Auglýstu þau eftir gömlu dóti sem þau breyttu og nýttu á alla mögulega vegu, við mikla hrifningu gesta.
Dísa endurvinnur úr öllu mögulegu. Sem dæmi má taka gamlan textíl, kertaafganga, húsgögn, húsbúnað og plast. Einnig endurvinnur hún oft eitthvað sem er árstíðarbundið, líkt og jólaefni, páskaefni og þess háttar.
Dísa segir að mikilvægast sé að nýta sér hugmyndaflugið þegar kemur að því að endurnýta og endurvinna.
„Við erum svo fljót að hlaupa til og kaupa allt mögulegt sem okkur vantar jafnvel ekki. Stoppum frekar við og pælum í því sem við eigum nú þegar eða getum fengið notað, frítt eða fyrir lítið.“
Dísa leggur einnig áherslu á mikilvægi þess að muna eftir því að það eru alltaf margar hliðar á öllum málum, einnig varðandi það sem okkur vantar. Gott sé að hugsa um hvort við getum kannski notað eitthvað allt annað en við héldum í upphafi.
„Sem dæmi má taka að þig vantar stóra skál á borð fyrir salat, en átt enga slíka. Áttu kannski blómavasa sem gæti gengið í þessu tilfelli? Væri jafnvel hægt að skera innan úr melónu og notað hana fyrir skál? Þú verður svakalega klár í þessu þegar þú temur þér þessa hugsun,“ segir Dísa.
Dísa heldur úti klúbbnum „Úr geymslu í gersemi“ sem fer alfarið fram á netinu. Þar fá meðlimir aðgang að fjölda kennslumyndbanda með leiðbeiningum og uppskriftum. Allt snýst um að nota það sem til er og auðvelt er að nálgast.
„Einnig eru mánaðarlegir fundir í beinni þar sem eitthvert tiltekið efni er tekið fyrir hverju sinni. Stundum fæ ég skemmtilega gesti sem gefa okkur innsýn í sína sköpun og eru þá alltaf með eitthvert tvist á endurvinnslu. Að auki er aragrúi af vefbókum og gögnum sem klúbbmeðlimir geta notað og prentað út,“ segir Dísa.
Dísa segir að klúbburinn sé frábær fyrir þá sem vilja temja sér þessa endurnýtingarhugsun enn frekar, fá hugmyndir og leiðsögn til að halda sér við efnið. „Það að vera í samfélagi með eins þenkjandi fólki með sama áhugamál getur nefnilega skipt sköpum,“ bætir Dísa við.
Nýtt efni kemur inn á vefsvæði klúbbsins í hverjum mánuði og er eitt það vinsælasta málningartækniáskorunin. Þar kennir Dísa mismunandi tækni við að mála sín eigin málverk. Einnig er unnið mikið með steypu og í fyrrasumar vöktu eldstæði og kollar sem Dísa gerði úr steypu mikla lukku. Fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér klúbbinn nánar geta farið inn á vefsíðu Dísu eða á Facebook-síðu klúbbsins
Dísa er dugleg að nýta sér efnivið sem hún finnur úti í náttúrunni. Finnst henni einstaklega skemmtilegt að nota eitthvað sem margt fólk lítur á sem illgresi, eins og arfa og fífla. Hvetur hún því fólk sem ætlar í ferðalag um landið í sumar að hafa augun opin. Að mati Dísu er fátt betra en snerting við náttúruna og sköpun.
„Verið vakandi fyrir náttúrunni í kringum ykkur, hvað og hvernig er hægt að nota hana. Það er hægt að tína arfa út í salatið, tína þara og þurrka til að nota út í baðsalt og tína blóðberg og/eða birkilauf og búa til skemmtilegt kryddsalt. Hægt er að hafa með sér vír og klippur og búa til kransa úr stráum, þangi eða lyngi,“ bendir Dísa á.
Eitt af því sem Dísa býr til er fíflasýróp, sem að hennar mati er alveg guðdómlega gott og mjög auðvelt að gera. Sjálf notar hún það helst með ostum, bæði köldum og bökuðum.
Hægt er að ná enn gulara sírópi ef notuð eru eingöngu gulu laufin úr blóminu.