Landamæravarsla við Storskog-landamærastöðina í Austur-Finnmörk í Noregi hefur verið aukin til muna í kjölfar uppreisnar Wagner-málaliðasveitanna rússnesku um helgina. Frá þessu greinir lögreglustjóri þessa nyrsta fylkis Noregs, Ellen Katrin Hætta, í samtali við norska ríkisútvarpið NRK.
Landamæravarsla við Storskog-landamærastöðina í Austur-Finnmörk í Noregi hefur verið aukin til muna í kjölfar uppreisnar Wagner-málaliðasveitanna rússnesku um helgina. Frá þessu greinir lögreglustjóri þessa nyrsta fylkis Noregs, Ellen Katrin Hætta, í samtali við norska ríkisútvarpið NRK.
Landamæravarsla við Storskog-landamærastöðina í Austur-Finnmörk í Noregi hefur verið aukin til muna í kjölfar uppreisnar Wagner-málaliðasveitanna rússnesku um helgina. Frá þessu greinir lögreglustjóri þessa nyrsta fylkis Noregs, Ellen Katrin Hætta, í samtali við norska ríkisútvarpið NRK.
„Við höfum aukið gæsluna og gert áætlanir um meiri liðsauka ef þarf og erum nú í stakk búin til að bregðast skjótt við ef aðstæður breytast við landamærin,“ segir lögreglustjóri. „Við höfum ekki fengið nein merki Rússlandsmegin frá um að nokkuð sérstakt sé í gangi,“ segir hún enn fremur.
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra segir við NRK að atburðirnir í Rússlandi um helgina hafi ekki haft merkjanleg áhrif í Noregi. „Síðasti sólarhringurinn hefur verið mjög dramatískur en jafnframt erfitt að hafa yfirsýn yfir atburðina,“ segir ráðherra sem í morgun átti fund með utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og dómsmálaráðherra um nýjustu vendingar í Rússlandi.
Støre hélt í framhaldi þess fundar til Vestmannaeyja á sumarfund norrænu ráðherranefndarinnar þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada munu sitja á rökstólum næstu daga.