Kona hefur verið með manni sínum í rúm þrjátíu ár og stunda þau reglulega kynlíf. Hann virðist hins vegar ekki geta fengið fullnægingu lengur nema ef hann horfir á klám á meðan. Fyrir vikið er konan farin að hafa andúð á manni sínum. Hún veit ekki hvað hún á að gera í stöðunni og leitar því ráða hjá sérfræðingi.
Kona hefur verið með manni sínum í rúm þrjátíu ár og stunda þau reglulega kynlíf. Hann virðist hins vegar ekki geta fengið fullnægingu lengur nema ef hann horfir á klám á meðan. Fyrir vikið er konan farin að hafa andúð á manni sínum. Hún veit ekki hvað hún á að gera í stöðunni og leitar því ráða hjá sérfræðingi.
Kona hefur verið með manni sínum í rúm þrjátíu ár og stunda þau reglulega kynlíf. Hann virðist hins vegar ekki geta fengið fullnægingu lengur nema ef hann horfir á klám á meðan. Fyrir vikið er konan farin að hafa andúð á manni sínum. Hún veit ekki hvað hún á að gera í stöðunni og leitar því ráða hjá sérfræðingi.
Við hjónin höfum verið gift í 31 ár og stundum reglulega kynlíf, fjórum til fimm sinnum í viku. Ég er þó farin að finna fyrir mikilli gremju í garð hans. Satt best að segja býður mér stundum við honum. Hann virðist ekki geta fengið fullnægingu með hefðbundnum samförum og getur líka aðeins fengið fullnægingu með klám í gangi, sem mér líkar ekki. Sama hversu mikið við ræðum þetta eða ég reyni að útskýra hvers vegna þetta særir mig, þá heldur hann þessu áfram. Mér finnst ég gagnslaus og ekki lengur aðlaðandi. Það er samt ekkert leiðinlegt að horfa á mig. Ég er fjandi heit fyrir 51 árs gamla konu. Hvað er að honum/mér?
Svar sérfræðingsins:
Ég hef það á tilfinningunni að þessar ógöngur sem þú upplifir með manninum þínum sé ekki eingöngu bundið við kynlíf ykkar. Samskipti ykkar eru orðin erfið og þú átt í valdabaráttu við hann. Skiljanlega finnur þú fyrir mikilli reiði og gremju í garð hans, sem í sjálfu sér mun draga úr löngun þinni í hann.
Sjálfsálit þitt bíður einnig hnekki og engum finnst gaman að verða fyrir hunsun. Hjónabandsráðgjöf með góðum meðferðaraðila sem sérhæfir sig í kynlífsmeðferðum væri ykkar besti möguleiki á að viðhalda sambandinu. Þú gætir freistast til þess að gefa honum afarkosti til að gera honum grein fyrir því að þér sé alvara með því að fá hjálp til að bjarga hjónabandinu. Vertu bara viss um að þú sért tilbúin fyrir þetta, hverjar sem afleiðingarnar verða.