Gæti stefnt í harkalegt uppgjör í Kreml

Uppreisn í Rússlandi | 26. júní 2023

Gæti stefnt í harkalegt uppgjör í Kreml

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir að staða Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sé veikari eftir atburði helgarinnar. Hún segir för Wagner-málaliðahópsins í átt að Moskvu hafa komið á óvart og þá sérstaklega hraðinn sem sveitirnar voru á í gegnum landið.

Gæti stefnt í harkalegt uppgjör í Kreml

Uppreisn í Rússlandi | 26. júní 2023

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra Íslands, seg­ir að staða Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands, sé veik­ari eft­ir at­b­urði helgar­inn­ar. Hún seg­ir för Wagner-málaliðahóps­ins í átt að Moskvu hafa komið á óvart og þá sér­stak­lega hraðinn sem sveit­irn­ar voru á í gegn­um landið.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra Íslands, seg­ir að staða Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands, sé veik­ari eft­ir at­b­urði helgar­inn­ar. Hún seg­ir för Wagner-málaliðahóps­ins í átt að Moskvu hafa komið á óvart og þá sér­stak­lega hraðinn sem sveit­irn­ar voru á í gegn­um landið.

„Þetta var ótrú­leg at­b­urðarás. Wagner-her­sveit­irn­ar fara mjög hratt yfir á leið sinni til Moskvu. Það vakti þær spurn­ing­ar hjá mér hvort þær nytu aðstoðar ein­hverra inn­an lands­ins,“ seg­ir Katrín í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Katrín seg­ir ráðamenn hafa fylgst grannt með at­b­urðarás­inni um helg­ina.

„Um leið kom líka á óvart þessi skyndi­lega umpól­un þegar þeir hverfa frá þess­ari ferð sinni,“ seg­ir Katrín en líkt og fram hef­ur komið stöðvuðu Wagner-sveit­irn­ar sókn sína skyndi­lega á laug­ar­dags­kvöld.

„Þarna voru gríðarlega þung orð lát­in falla. Stór orð. Ég hefði talið að það gæti stefnt í harka­legt og af­drifa­ríkt upp­gjör. Ég myndi telja að þó að hlut­irn­ir hafi ró­ast þá get­um við raun og veru ekki sagt til um að þessu sé lokið,“ seg­ir Katrín, spurð um hvernig hún haldi að næstu vend­ing­ar verði í stríðinu og í Rússlandi.

„Það er ekki gott fyr­ir heims­byggðina ef upp­lausn skap­ast í stærsta kjarn­orku­veldi heims­ins og við mun­um ræða þetta,“ seg­ir Katrín. Spurð hvað þetta upp­hlaup segi um ástandið í Rússlandi seg­ir hún erfitt að geta sér til um það. „Ég myndi telja að staða Pútíns sé veik­ari eft­ir þetta. En svo verðum við bara að sjá hvernig þetta þró­ast,“ seg­ir Katrín.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is