Gómsætt og hollt baunasalat sem má fara með í allar áttir

Uppskriftir | 28. júní 2023

Gómsætt og hollt baunasalat sem má fara með í allar áttir

Eitt af því sem getur verið svolítið erfitt að hafa í nestisboxinu er salat og ástæðan er augljós, græn salatblöð innan um tómata og gúrkur verða ólystug og blaut. En brýnt er að hafa eitthvað ferskt og hollt með steikinni eða pylsunum, nú og svo er vel samsett og gott salat fullkomin máltíð fyrir marga.

Gómsætt og hollt baunasalat sem má fara með í allar áttir

Uppskriftir | 28. júní 2023

Baunasalat er gómsætt og hentar vel í ferðalagið.
Baunasalat er gómsætt og hentar vel í ferðalagið. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Eitt af því sem getur verið svolítið erfitt að hafa í nestisboxinu er salat og ástæðan er augljós, græn salatblöð innan um tómata og gúrkur verða ólystug og blaut. En brýnt er að hafa eitthvað ferskt og hollt með steikinni eða pylsunum, nú og svo er vel samsett og gott salat fullkomin máltíð fyrir marga.

Eitt af því sem getur verið svolítið erfitt að hafa í nestisboxinu er salat og ástæðan er augljós, græn salatblöð innan um tómata og gúrkur verða ólystug og blaut. En brýnt er að hafa eitthvað ferskt og hollt með steikinni eða pylsunum, nú og svo er vel samsett og gott salat fullkomin máltíð fyrir marga.

Þessi uppskrift er sniðug þar sem hægt er að gera grunninn að henni heima og bæta svo öðru hráefni við fyrir neyslu. Baunirnar þola ágætlega að vera ekki í kæli og tilvalið að gera mismunandi útfærslur sína hvorn daginn með því að breyta hráefninu sem bætt er við. Hér gildir að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn.

Litríkt baunasalat með túnfiski

  • 2 dl soðnar kjúklingabaunir
  • 2 dl blandaðar soðnar baunir, eða nýrnabaunir
  • 1 ½ dl maísbaunir
  • ¼ dl gæða-balsamedik
  • ½ dl góð ólífuolía
  • salt
  • nýmalaður svartur pipar
  • 1 sæt paprika, skorin í teninga
  • ½ agúrka, skorin í bita
  • 1 dós túnfiskur í olíu, má sleppa ef salatið er notað sem meðlæti
  • ½ kubbur fetaostur, mulinn gróft
  • ferskar kryddjurtir, t.d. basilíka eða kóríander, saxaðar gróft

Aðferð

  1. Áður en lagt er af stað í ferðalagið blandið þá öllum baununum saman í skál, kryddið vel með salti og pipar.
  2. Hellið balsamedikinu og ólífuolíunni út í og blandið vel.
  3. Látið standa aðeins á meðan annað hráefni er undirbúið þar sem gott er að baunirnar drekki dálítið í sig af vökvanum.
  4. Smakkið til og bætið við olíu, ediki eða kryddi ef þarf. Ef ætlunin er að neyta salatsins fljótlega bætið þá restinni af hráefninu saman við og smakkið til. Ef ferðast á langt og neyta nestis eftir margar klukkustundir, setjið þá paprikuna, agúrkuna og kryddjurtirnar sitt í hvern pokann og bætið út í ásamt túnfisknum rétt áður en borða á salatið. Hægt er að fara með þennan grunn í allar áttir og bæta til dæmis út í það mangó, rauðlauk, chili-aldini, tómötum, lárperu og harðsoðnum eggjum svo fátt eitt sé nefnt.
mbl.is