Landsliðskokkur dúxar í lögfræði

Útskriftir | 28. júní 2023

Landsliðskokkur dúxar í lögfræði

Ylfa Helgadóttir gerði sér lítið fyrir og dúxaði í grunnnáminu í lögfræði við Háskóla Íslands. Ylfa var áður í kokkalandsliði Íslands og rak veitingastaðinn Kopar. Í samtali við mbl.is segir hún að heimsfaraldurinn hafi orðið til þess að hún ákvað að breyta um starfsvettvang. 

Landsliðskokkur dúxar í lögfræði

Útskriftir | 28. júní 2023

Ylfa útskrifaðist á laugardaginn með 8,73 í einkunn.
Ylfa útskrifaðist á laugardaginn með 8,73 í einkunn. Ljósmynd/Aðsend

Ylfa Helgadóttir gerði sér lítið fyrir og dúxaði í grunnnáminu í lögfræði við Háskóla Íslands. Ylfa var áður í kokkalandsliði Íslands og rak veitingastaðinn Kopar. Í samtali við mbl.is segir hún að heimsfaraldurinn hafi orðið til þess að hún ákvað að breyta um starfsvettvang. 

Ylfa Helgadóttir gerði sér lítið fyrir og dúxaði í grunnnáminu í lögfræði við Háskóla Íslands. Ylfa var áður í kokkalandsliði Íslands og rak veitingastaðinn Kopar. Í samtali við mbl.is segir hún að heimsfaraldurinn hafi orðið til þess að hún ákvað að breyta um starfsvettvang. 

Ylfa útskrifaðist á laugardaginn með 8,73 í einkunn og stefnir á að halda áfram í meistaranám í haust. 

BA-ritgerðin hennar fjallar um lögvarða hagsmuni. Þar er farið yfir skilyrðið um nauðsyn lögvarinna hagsmuna við úrlausn máls og hvernig það samrýmist reglu 70. gr. stjórnarskrár um aðgengi borgarans að dómstólum.

Lengi langað í háskólanám

Ylfa var hluti af ís­lenska kokka­landsliðinu til fjölda ára og þá átti hún og rak meðal ann­ars veit­ingastaðinn Kop­ar við Geirs­götu áður en hún seldi staðinn árið 2020.

Ylfa er starfandi kokkur ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu.
Ylfa er starfandi kokkur ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurð hvað varð til þess að Ylfa sneri sér að lögfræðinni nefnir Ylfa að hún eignaðist barn rétt fyrir heimsfaraldurinn. 

„Það kom einhver hugur í mann að breyta aðeins til.“

Ylfa segir að hana hafi lengi langað í háskóla. „Það er svolítið langt síðan maður var í skóla þannig að það var kannski auðveldara að fara í eitthvað meira bóklegt heldur en raunvísindin. Þá bara ákvað ég að prófa lögfræðina,“ segir hún en Ylfa er nú einstæð móðir á fertugsaldri.

Fannst þér að einhverju leyti erfitt að koma þér inn í bóklegt BA-nám?

„Það var ótrúlega auðvelt að byrja aftur að læra. Ég fann alveg fyrir því að vera með þeim eldri, en ég held að ég hafi fundið meira fyrir því heldur en hinir – heldur en þeir sem voru yngri og voru að umgangast mig.“

Hún nefnir þó að fólk á öllum aldri sé í lögfræðinni, og þar sem að áhugasvið langflestra sé svipað þá hverfi aldursmunurinn að einhverju leyti. 

„Ég er búin að eignast mjög góða vini. Vonandi fyrir lífstíð.“ 

Kokkahúfan aldrei alveg upp á hillu

Í framhaldi af náminu segir Ylfa að hún gæti vel hugsað sér að taka málflutningsréttindi. 

„Þegar ég var yngri – áður en ég varð kokkur – þá var ég rosa þröngsýn á það markmið [að verða kokkur] og ekki mjög opin fyrir því að neitt annað kæmi til greina. Þannig að það sem ég hef passað mig á í þessu námi er að ekki ákveða neitt. Bara hafa allt opið og skoða allt með jafn opnum hug.“

Ertu búin að leggja kokkahúfuna alveg upp á hillu?

„Ja svona, hún fer aldrei alveg upp á hillu. Maður er oft í einhverjum litlum verkefnum, það fer svona eftir því hvað það er.“

Ylfa er einnig enn starfandi kokkur ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu og fylgir því liðinu á leiki erlendis. 

Ylfa hvetur alla til þess að fylgja draumum sínum og gera það sem þá langar. 

„Láta slag standa þó að fólk sé orðið fullorðið og í alls konar aðstæðum,“ segir dúxinn að lokum. 

mbl.is