Vissu af skipulagningu uppreisnarinnar

Uppreisn í Rússlandi | 28. júní 2023

Vissu af skipulagningu uppreisnarinnar

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, ætlaði að handsama yfirmenn innan rússneska hersins í uppreisninni sem hann leiddi í síðustu viku.

Vissu af skipulagningu uppreisnarinnar

Uppreisn í Rússlandi | 28. júní 2023

Uppreisnin var skyndilega stöðvuð á laugardaginn þegar Wagner-liðar nálguðust Moskvu.
Uppreisnin var skyndilega stöðvuð á laugardaginn þegar Wagner-liðar nálguðust Moskvu. AFP/Natalía Kolesníkóva

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, ætlaði að hand­sama yf­ir­menn inn­an rúss­neska hers­ins í upp­reisn­inni sem hann leiddi í síðustu viku.

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, ætlaði að hand­sama yf­ir­menn inn­an rúss­neska hers­ins í upp­reisn­inni sem hann leiddi í síðustu viku.

Menn­irn­ir sem um ræðir höfðu þó fengið fregn­ir af skipu­lagn­ingu upp­reisn­ar­inn­ar og komu sér þannig und­an.

Frá þessu grein­ir Wall Street Journal.

Sam­kvæmt heim­ild­um miðils­ins ætlaði Prigó­sjín að hand­sama bæði Ser­gei Shoígú, varn­ar­málaráðherra Rúss­lands, og Val­e­rí Gerasím­ov, æðsta yf­ir­mann hers­ins.

Breyt­ing­ar á ferðalög­um

Rúss­neska leyniþjón­ust­an (FSB) er sögð hafa kom­ist á snoðir um áætlan­ir Prigó­sjín og í fram­hald­inu voru breyt­ing­ar gerðar á ferðaskipu­lagi mann­anna tveggja. 

Breyt­ing­arn­ar gerðu það að verk­um að Prigó­sjín varð að hrinda áætl­un sinni fyrr af stað.

Þá seg­ir einnig í um­fjöll­un miðils­ins að banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn hafi vitað af skipu­lagn­ingu upp­reisn­ar­inn­ar mörg­um dög­um áður en Prigó­sjín lagði af stað með málaliðana þramm­andi í átt að Moskvu.

Banda­menn lögðu hon­um ekki lið

Þá herma heim­ild­ir New York Times einnig að Ser­gei Súró­vík­in, hers­höfðingi og yf­ir­maður rúss­neska flug­hers­ins, hafi verið með upp­lýs­ing­ar um upp­reisn­ina nokkr­um dög­um áður en Wagner-liðarn­ir létu til skar­ar skríða. 

Talið er að leki upp­lýs­inga til yf­ir­manna inn­an rúss­neska hers­ins hafi fælt banda­menn Prigó­sjín frá því að leggja hon­um lið í upp­reisn­inni, og að lok­um leitt til þess að hún mis­heppnaðist.

mbl.is