Áhyggjulaus og afslöppuð í sumarfríinu

Snyrtivörur | 29. júní 2023

Áhyggjulaus og afslöppuð í sumarfríinu

Það er tilhlökkunarefni að fara í sumarfrí og njóta þess að gera ekkert. Reka streituna úr frumunum út í hafsauga og þurfa ekki að hafa áhyggjur ef neinu nema að passa að húðin brenni ekki. Þótt tíminn sé til að slaka á þá má ná ágætri uppfærslu með því að næra hár, húð og neglur í leiðinni.

Áhyggjulaus og afslöppuð í sumarfríinu

Snyrtivörur | 29. júní 2023

K18 Biomimetic Hairscience olían gerir kraftaverk fyrir hárið og það …
K18 Biomimetic Hairscience olían gerir kraftaverk fyrir hárið og það gerir Milk Shake Leave In úðanæringin líka. Baðföt frá Lindex eru klæðileg og smart. Ljósmynd/Samsett

Það er tilhlökkunarefni að fara í sumarfrí og njóta þess að gera ekkert. Reka streituna úr frumunum út í hafsauga og þurfa ekki að hafa áhyggjur ef neinu nema að passa að húðin brenni ekki. Þótt tíminn sé til að slaka á þá má ná ágætri uppfærslu með því að næra hár, húð og neglur í leiðinni.

Það er tilhlökkunarefni að fara í sumarfrí og njóta þess að gera ekkert. Reka streituna úr frumunum út í hafsauga og þurfa ekki að hafa áhyggjur ef neinu nema að passa að húðin brenni ekki. Þótt tíminn sé til að slaka á þá má ná ágætri uppfærslu með því að næra hár, húð og neglur í leiðinni.

Sumarfrí snýst um að láta sér líða vel. Þegar pakkað er ofan í tösku fyrir sumarfrí skiptir máli að gleyma engu bráðnauðsynlegu svo þú verjir ekki dýrmætum sumarfrístíma í að leita uppi varning sem þú gleymdir að taka með þér. Ef þú hendir einhverju ofan í tösku klukkutíma fyrir brottför er líklegt að þú gleymir einhverju mjög mikilvægu. Hluti af tilhlökkuninni að fara í ferðalag er einmitt að gefa sér tíma til að undirbúa það vel. Sérvelja hvert einasta góss sem fer ofan í tösku.

Biotherm sólarvörn, Moroccanoil, baðför út Lindex, sólarvörn í úðaformi frá …
Biotherm sólarvörn, Moroccanoil, baðför út Lindex, sólarvörn í úðaformi frá Biotherm og Shiseido sólarvörn sem gott er að nota alla daga. Líka í rigningu.
Biotherm Waterlover Sun Milk SPF50 fæst í Hagkaup.
Biotherm Waterlover Sun Milk SPF50 fæst í Hagkaup.
Clarins UV PLUS Anti-Pollution Translucent fæst í Hagkaup.
Clarins UV PLUS Anti-Pollution Translucent fæst í Hagkaup.

Eitt það mikilvægasta sem þú mátt alls ekki gleyma eru sólarvarnir. Best er að vera með sérstaka sólarvörn fyrir andlitið og aðra fyrir líkamann. Ef fólk er með rósroða, eins og svo margir landsmenn, skiptir máli að taka með sér sólarvörn sem er sérhönnuð fyrir slíka húð. Í fríinu er skylda að vera með vörn í andlitinu áður en fólk fer út úr húsi. Þetta á reyndar líka við um rigningardaga í Reykjavík – en það verður ekki rætt um þá hörmung hér. Waterlover Hydrating Sun Milk SPF 30 frá Biotherm rakanærir húðina og verndar hana. Hún gengur hratt inn í húðina og skilur ekki eftir hvítar rákir. Hún státar af frísklegum ilmi og fer vel á húðinni og hún klístrast ekki.

Sólarvörn í úðaformi er hentug í fríið. Þessi er frá …
Sólarvörn í úðaformi er hentug í fríið. Þessi er frá Biotherm og fæst í Hagkaup.

Best er að vera alltaf með sólhatt til að verja andlitið en fólk þarf líka sólarvörn. Þegar kemur að andlitinu skiptir máli að velja sólarvörn sem hentar þinni húð.

Clarins UV PLUS Anti-Pollution Translucent er fyrsta vörn snyrtivörumerkisins gegn útfjólubláum geislum og mengun. Hún hefur að geyma létta gelformúlu sem gengur auðveldlega inn í húðina og veitir fullkomna áferð.

Coco Beach línan frá Chanel er sérhönnuð fyrir fólk í …
Coco Beach línan frá Chanel er sérhönnuð fyrir fólk í fríi. Hún kom á markað í síðustu viku en fæst því miður ekki hérlendis.

Shiseido Expert Sun Protector Face Cream veitir öfluga vörn gegn sól og hita. Expert Sun Protector Face Cream býr einnig yfir húðbætandi eiginleikum og dregur úr þroskamerkjum á húðinni. Profense CEL dregur úr myndun fínna lína og litabletta og NatureSurge Complex hjálpar húðinni að verjast skaðlegri umhverfismengun.

Biotherm Waterlover Sun Mist SPF50 er sólarvörn í vökvaformi. Það er frískandi að úða henni á sig og hún verndar húðina gegn UVA- og UVB-geislum. Best er að úða henni á líkamann og dreifa svo úr með höndunum. Það þarf að gæta þess að bera hana reglulega á líkamann í sólinni – sérstaklega ef farið er í sundlaug eða í sjóinn.

K18 Biomimetic Hairscience er hárolía sem getur lagað skemmt hár.
K18 Biomimetic Hairscience er hárolía sem getur lagað skemmt hár.
SP Luxoil olía frá Wella fæst á Beautybar.is.
SP Luxoil olía frá Wella fæst á Beautybar.is.

Frábært hár

Hárið verður þurrt í sólinni og því þarf að hugsa vel um það. Ef þú vilt laga á þér hárið í fríinu þá tekur þú hárolíuna frá K18 Molecular Repair Hair Oil með þér. Hún lagar skemmdir hársins og hindrar að hárið verði úfið. Olían bætir lit, eykur glans hársins og veitir 235° hitavörn. Best er að setja olíuna í rakt hárið. Áður en hún er borin í hárið er gott að þvo hárið með sjampói sem nærir hárið og ver það gegn sólinni. Milk Shake leave in conditioner er ekki bráðnauðsynlegur óþarfi heldur hið mesta þarfaþing. Þú úðar næringunni í hárið eftir að það hefur verið þvegið og leyfir því að næra á þér hárið meðan þú slappar af.

Franska tískuhúsði Chanel kynnti sérstaka sumarfríslínu á dögunum. Línan kallast …
Franska tískuhúsði Chanel kynnti sérstaka sumarfríslínu á dögunum. Línan kallast Coco Beach Collection.

Þægileg sundföt

Til þess að fólk njóti sín sem best í fríinu þarf því að líða vel í sundfötunum. Þau mega ekki vera þvingandi og fellingaaukandi. Þau þurfa að draga það allra besta sem við höfum upp á að bjóða. Best er að vera búin að koma sér upp þessum staðalbúnaði áður en lagt er í hann. Svo er ágætt að eiga baðföt til skiptanna.

Baðföt úr Lindex.
Baðföt úr Lindex.
CK sundbolur fæst í Lífstykkjabúðinni.
CK sundbolur fæst í Lífstykkjabúðinni.
Þessi baðföt fást í Lindex.
Þessi baðföt fást í Lindex.
Þessi röndóttu baðföt fást í Misty.
Þessi röndóttu baðföt fást í Misty.
Bleik baðföt frá Chanel.
Bleik baðföt frá Chanel.
Ofursvöl sumarfrísföt frá Chanel.
Ofursvöl sumarfrísföt frá Chanel.
Chanel N°5 líkamsolía með gullflögum ilmar vel og býr til …
Chanel N°5 líkamsolía með gullflögum ilmar vel og býr til fallega áferð. Hún fæst í Hagkaup.
mbl.is