Uppflettingar í lyfjaávísanagátt á Heilsuveru

Lyfjagátt | 30. júní 2023

Uppflettingar í lyfjaávísanagátt á Heilsuveru

Embætti landlæknis hyggst veita fólki aðgang að upplýsingum um uppflettingar í lyfjaávísanagátt í gegnum Heilsuveru.

Uppflettingar í lyfjaávísanagátt á Heilsuveru

Lyfjagátt | 30. júní 2023

Embætti landlæknis hyggst bæta öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt.
Embætti landlæknis hyggst bæta öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt. Morgunblaðið/Frikki

Embætti landlæknis hyggst veita fólki aðgang að upplýsingum um uppflettingar í lyfjaávísanagátt í gegnum Heilsuveru.

Embætti landlæknis hyggst veita fólki aðgang að upplýsingum um uppflettingar í lyfjaávísanagátt í gegnum Heilsuveru.

Rúv greinir frá því að embætti landlæknis vinni nú að því að tryggja betur öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt.

Þar segir að persónuvernd hafi komist að þeirri niðurstöðu fyrr í vikunni að embættið hefði ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að gæta upplýsinganna því ekki væri til skrá sem tryggði persónubundinn rekjanleika uppflettinga.

Uppflettingar á Mínum síðum

Embættið hafi brugðist við gagnrýni Persónuverndar og hyggist nú meðal annars veita fólki aðgang að upplýsingum um uppflettingar í lyfjaávísanagátt í gegnum Mínar síður á vef Heilsuveru. Sé þessari aðgerð embættisins ætlað að tryggja gagnsæi um notkun kerfisins og auka þannig upplýsingaöryggi og persónuvernd.

Að sögn Ölmu Möller landlæknis sé búið sé að ítreka ósk um breytingu á reglugerð þar sem gerð er skýrari krafa um aukið öryggi. Þá hafi einnig verið talað við Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með apótekum.

„Og það fer þá sameiginlegt bréf embættis landlæknis og Lyfjastofnunar, vonandi þegar í dag, til lyfjabúða um að þetta þurfi að gerast,“ er haft eftir Ölmu.

mbl.is