Takmarkar tístin

X | 1. júlí 2023

Takmarkar tístin

Frá og með deginum í dag geta notendur á Twitter aðeins skoðað 300 tíst á hverjum sólarhring. Þetta á aðeins við um notendur sem eru með frían aðgang að samfélagsmiðlinum en notendur sem greiða fyrir aðgang geta skoðað 6.000 tíst á dag.

Takmarkar tístin

X | 1. júlí 2023

Notendur sem ekki greiða fyrir aðgang sinn að Twitter geta …
Notendur sem ekki greiða fyrir aðgang sinn að Twitter geta nú aðeins lesið 300 tíst á sólarhring. AFP/Olivier Douliery

Frá og með deginum í dag geta notendur á Twitter aðeins skoðað 300 tíst á hverjum sólarhring. Þetta á aðeins við um notendur sem eru með frían aðgang að samfélagsmiðlinum en notendur sem greiða fyrir aðgang geta skoðað 6.000 tíst á dag.

Frá og með deginum í dag geta notendur á Twitter aðeins skoðað 300 tíst á hverjum sólarhring. Þetta á aðeins við um notendur sem eru með frían aðgang að samfélagsmiðlinum en notendur sem greiða fyrir aðgang geta skoðað 6.000 tíst á dag.

Elon Musk, eigandi Twitter, greindi frá þessu í dag og segir að um tímabundna aðgerð sé að ræða til þess að sporna við því hvernig gervigreind notar efni á Twitter. 

Merkingin #GoodbyeTwitter eða #BæTwitter varð vinsæl á Twitter í Bandaríkjunum í kjölfar tilkynningar Musks.

Musk bætti við að „fljótlega“ myndu notendur sem keypt hafa aðgang að Twitter geta séð 8 þúsund tíst og almennir notendur, sem eru í miklum meirihluta, séð 800 tíst. 

Hann gaf ekkert upp hversu lengi takmarkanirnar yrðu í gildi.

Notað við gerð spjallmenna 

Það var síðast í gær sem Musk greindi frá breytingum á miðlinum, en hann sagði að það væri ekki lengur hægt að skoða tíst án þess að vera með aðgang að Twitter. 

Gervigreindarfyrirtæki safna gögnum á Twitter til að byggja upp hugbúnað sinn, til dæmis spjallmenni. Er þá notast við samtöl notenda á Twitter til þess að gefa hugbúnaðinum dæmi um hvernig samtöl raunverulegs fólks fara fram. 

Segir Musk að mörg hundruð fyrirtæki hafi sótt gögn á Twitter og aukið umferðina um miðilinn.

mbl.is