Höfum við ekki öll hlakkað til að eyða tíma með fjölskyldunni yfir helgina? Mögulega var búið að skipuleggja skemmtilega útiveru en þegar þú vaknar á laugardagsmorgni rignir eldi og brennisteini. Það er þó óþarfi að örvænta því það er nóg í boði að gera innandyra.
Höfum við ekki öll hlakkað til að eyða tíma með fjölskyldunni yfir helgina? Mögulega var búið að skipuleggja skemmtilega útiveru en þegar þú vaknar á laugardagsmorgni rignir eldi og brennisteini. Það er þó óþarfi að örvænta því það er nóg í boði að gera innandyra.
Hér eru nokkrar hugmyndir að innanhússafþreyingu fyrir fjölskylduna þegar ekki er stemning fyrir því að fara út í rigninguna.
- Sögustund: Gamla, góða sögustundin klikkar aldrei. Ef börnin eru orðin nógu gömul geta þau skipst á að lesa.
- Fara í gegnum gömul leikföng: Leikherbergið verður mun skipulagðara fyrir vikið. Auk þess gætuð þið fundið leikföng sem hægt er að setja í geymslu eða gefa.
- Ferð á bókasafnið: Þegar þú vilt koma öllum út úr húsi án þess að þurfa að punga út háum fjárhæðum, er tilvalið að kíkja á bókasafnið. Þar er hægt að gleyma sér innan um hinar ýmsu ævintýrapersónur, auk þess sem það eykur lestrargetu barnanna. Fyrir þau yngstu er þetta gott tækifæri til að kynnast nýjum persónum í gegnum myndskreyttar bækur. Á flestum bókasöfnum eru sérstakar barnadeildir og á mörgum þeirra er jafnvel boðið upp á leiksvæði.
- Baka smákökur: Skellið svuntunni á ykkur og leyfðu börnunum að hjálpa til við baksturinn. Þau geta meðal annars hjálpað til við að blanda hráefnum saman, fletja út deigið og skreytt kökurnar. Hafið bara í huga hvað hentar aldri barnsins.
- Spila borðspil: Ótalmörg borðspil eru til fyrir börn á öllum aldri. Finnið ykkur spil sem öll fjölskyldan getur spilað saman.
- Útbúðu fjársjóðsleit: Ef börnin eru of ung til að klóra sig í gegnum vísbendingarnar í fjársjóðsleit er um að gera að gefa þeim einfaldlega lista yfir hluti á heimilinu sem þau verða að finna og safna.
- Safnaferð: Söfn sem bjóða upp á gagnvirka miðlun og starfsemi sem grípur áhuga barnanna eru frábær leið til að eyða tímanum á rigningardegi. Einnig getur verið gaman að fara á listasöfn, þá sérstaklega fyrir þau sem eru eldri.
- Farið í bíó, heima: Eins gaman og það getur verið að fara í bíó, þá getur það kostað sitt. Auðvelt er þó að mynda bíóstemmningu heima fyrir. Slökkvið ljósin, dragið fyrir og komið ykkur þægilega fyrir í sófanum með nóg af poppi og drykkjum.
- Danspartý í stofunni: Þetta er frábær leið til að fá börnin, sem og fullorðna, til að hreyfa sig innandyra. Fjölskyldumeðlimir geta til dæmis skipst á að spila uppáhaldslögin sín. Einnig er hægt að nýta sér dansleiki í leikjatölvum eða fara bara á Youtube og finna danskennslu þar.
- Lautarferð innandyra: Þið þurfið ekki að vera úti til að fara í lautarferð. Pakkaðu nesti niður í körfu, skelltu teppi á gólfið inn í stofu og njótið matarins.
- Leysa gátur: Gátur er frábær dægrastytting og einnig frábær leið til að þjálfa börnin í smá heilaleikfimi.