Tvíhnepptir jakkar, slaufur og gulltölur er það sem þú þarft

Tískuvikan í París | 5. júlí 2023

Tvíhnepptir jakkar, slaufur og gulltölur er það sem þú þarft

Fólk sem hefur áhuga á tískuheiminum bíður ósjaldan spennt fyrir því þegar franska tískuhúsið Chanel sýnir nýjar tískulínur. Það gerðist í vikunni þegar Haute Couture línan var kynnt fyrir haust og vetur 2023-24 í París. Tískusýningin fór fram í hjarta Parísar við Signu-bakka. 

Tvíhnepptir jakkar, slaufur og gulltölur er það sem þú þarft

Tískuvikan í París | 5. júlí 2023

Hér má sjá brot af því besta úr Haute Couture …
Hér má sjá brot af því besta úr Haute Couture línu Chanel fyrir haust og vetur 2023-24. Ljósmynd/Samsett

Fólk sem hefur áhuga á tískuheiminum bíður ósjaldan spennt fyrir því þegar franska tískuhúsið Chanel sýnir nýjar tískulínur. Það gerðist í vikunni þegar Haute Couture línan var kynnt fyrir haust og vetur 2023-24 í París. Tískusýningin fór fram í hjarta Parísar við Signu-bakka. 

Fólk sem hefur áhuga á tískuheiminum bíður ósjaldan spennt fyrir því þegar franska tískuhúsið Chanel sýnir nýjar tískulínur. Það gerðist í vikunni þegar Haute Couture línan var kynnt fyrir haust og vetur 2023-24 í París. Tískusýningin fór fram í hjarta Parísar við Signu-bakka. 

Kvenlegheitin eru í forgrunni í hausttískunni en línan er innblásin var töfrum Parísar. Fólk sem heimsækir París reglulega veit um hvað er rætt. Yfirhönnuður Chanel, Virginie Viard, vildi kalla fram andstæður með því að blanda saman hinu klassíska útliti tískuhússins með efnum með útsaumuðum ávöxtum og blómum sem minna á myndlist fyrri tíma. 

Í línunni má sjá síð pils í öllum útgáfum, tvíhneppta jakka, blúndur, slaufur, siffon og gulltölur. 

Berar axlir og slaufur eru alltaf svo seiðandi.
Berar axlir og slaufur eru alltaf svo seiðandi.
Hér má skykkju með slaufu sem rammar inn axlasvæðið.
Hér má skykkju með slaufu sem rammar inn axlasvæðið.
Að blanda saman ólíkum efnum er listgrein.
Að blanda saman ólíkum efnum er listgrein.
Silki, tjull og slaufur fara aldrei úr móð.
Silki, tjull og slaufur fara aldrei úr móð.
Hér má sjá ísaumuð blóm sem minna á myndlist fyrri …
Hér má sjá ísaumuð blóm sem minna á myndlist fyrri tíma.
Íslenskar konur elska alltaf svartan lit og það gera hinar …
Íslenskar konur elska alltaf svartan lit og það gera hinar vönduðu Parísar-dömur líka.
Tvíhneppt Chanel-kápa úr tveed-efni er sérlega eiguleg.
Tvíhneppt Chanel-kápa úr tveed-efni er sérlega eiguleg.
Hér sést glögglega að spólupermanettið er komið aftur.
Hér sést glögglega að spólupermanettið er komið aftur.
mbl.is