Focaccia-brauðið fullkomið í lautarferðina

Uppskriftir | 6. júlí 2023

Focaccia-brauðið fullkomið í lautarferðina

Góð veðurspá er fram undan næstu daga og þá er lag að skipuleggja lautarferð eða heimsókn í sveitina. Upplagt er að taka með kræsingar í körfu eða pikknikk-tösku og ekkert er betra en að taka með heimabakað brauð. Ítalskt focaccia-brauð er dásamlega gott brauð með rósmaríni og ólífum sem bragð er að. Focaccia-brauð er gott eitt og sér og í raun þarf ekkert álegg á það. Það er því hið fullkomna brauð í lautarferðina. Auðvitað er hægt að taka hráskinku, osta og fleiri ítalskar kræsingar með, en brauðið er það besta. Hér er á ferðinni góð uppskrift að focaccia-brauði sem við á matarvefnum mælum með.

Focaccia-brauðið fullkomið í lautarferðina

Uppskriftir | 6. júlí 2023

Ítalskt focaccia-brauð er dásamlega gott brauð með rósmaríni og ólífum …
Ítalskt focaccia-brauð er dásamlega gott brauð með rósmaríni og ólífum sem bragð er að. Það þarf ekki einu sinni að vera smjör, svo ljúffengt er það eitt og sér. Unsplash/JSB

Góð veðurspá er fram undan næstu daga og þá er lag að skipuleggja lautarferð eða heimsókn í sveitina. Upplagt er að taka með kræsingar í körfu eða pikknikk-tösku og ekkert er betra en að taka með heimabakað brauð. Ítalskt focaccia-brauð er dásamlega gott brauð með rósmaríni og ólífum sem bragð er að. Focaccia-brauð er gott eitt og sér og í raun þarf ekkert álegg á það. Það er því hið fullkomna brauð í lautarferðina. Auðvitað er hægt að taka hráskinku, osta og fleiri ítalskar kræsingar með, en brauðið er það besta. Hér er á ferðinni góð uppskrift að focaccia-brauði sem við á matarvefnum mælum með.

Góð veðurspá er fram undan næstu daga og þá er lag að skipuleggja lautarferð eða heimsókn í sveitina. Upplagt er að taka með kræsingar í körfu eða pikknikk-tösku og ekkert er betra en að taka með heimabakað brauð. Ítalskt focaccia-brauð er dásamlega gott brauð með rósmaríni og ólífum sem bragð er að. Focaccia-brauð er gott eitt og sér og í raun þarf ekkert álegg á það. Það er því hið fullkomna brauð í lautarferðina. Auðvitað er hægt að taka hráskinku, osta og fleiri ítalskar kræsingar með, en brauðið er það besta. Hér er á ferðinni góð uppskrift að focaccia-brauði sem við á matarvefnum mælum með.

Focaccia-brauð

  • 9 dl hveiti
  • 30 g ferskt ger
  • ½ dl góð ólífuolía
  • 3 ½ dl vatn
  • 2 tsk. salt
  • 1-2 rósmarínstilkar eða eftir smekk
  • 20 steinlausar ólífur, blanda svörtum og grænum
  • 1 – 2 tsk. gróft salt af betri gerðinni

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 190°C.
  2. Leysið gerið í vatninu og hafið vatnið ylvolgt.
  3. Bætið ólífuolíunni út í vatnið með gerinu.
  4. Setjið hveiti og salt í hrærivélarskál.
  5. Bætið vökvanum út í.
  6. Hrærið með hnoðaranum þar til deigið er laust frá skálinni.
  7. Takið til ferkantað form.
  8. Penslið formið með ólífuolíu eða smjöri.
  9. Setjið deigið ofan í formið og penslið yfir með ólífuolíu.
  10. Skerið ólífurnar í sneiðar eða báta og potið þeim ofan í deigið og látið sjást í þær.
  11. Slítið rósmarínið af stönglunum og potið þeim líka ofan í deigið.
  12. Stráið grófu salti yfir.
  13. Látið deigið hefast í forminu í um það bil 30 mínútur.
  14. Ýtið varlega með lófunum á deigið í forminu þannig að það falli aðeins niður, jafnt.
  15. Setjið formið með deiginu í miðjan ofninn og bakið í um það bil 20 mínútur.
  16. Njótið vel.
mbl.is