Tíu milljónir notenda skráðu sig á Threads, nýjan samfélagsmiðil Meta, á fyrstu sjö klukkustundunum eftir að hann fór í loftið. Threads er nýr samfélagsmiðill Meta, sem er í eigu Mark Zuckerberg, og er honum ætlað að keppa við hinn umdeilda miðil Twitter.
Tíu milljónir notenda skráðu sig á Threads, nýjan samfélagsmiðil Meta, á fyrstu sjö klukkustundunum eftir að hann fór í loftið. Threads er nýr samfélagsmiðill Meta, sem er í eigu Mark Zuckerberg, og er honum ætlað að keppa við hinn umdeilda miðil Twitter.
Tíu milljónir notenda skráðu sig á Threads, nýjan samfélagsmiðil Meta, á fyrstu sjö klukkustundunum eftir að hann fór í loftið. Threads er nýr samfélagsmiðill Meta, sem er í eigu Mark Zuckerberg, og er honum ætlað að keppa við hinn umdeilda miðil Twitter.
Aðrir samfélagsmiðlar í eigu Meta eru meðal annars Facebook og Instagram.
Threads, sem ekki er í boði í ríkjum innan Evrópusambandsins sem stendur, líkist Twitter og geta notendur tjáð sig þar í 500 stafabilum og skrifað einskonar þræði.
Spurður hvort Threads muni einhvern tíman verða með fleiri notendur en Twitter sagði Zuckerberg að það myndi taka tíma.
„En ég held að það ætti að vera opið almannarými á netinu þar sem yfir milljarður getur tekið þátt í samræðum. Twitter hefur haft tækifæri til að gera þetta, en hefur ekki náð að negla það. Vonandi gerum við það,“ sagði Zuckerberg.
Elon Musk, eigandi samkeppnisaðilans Twitter, hefur tjáð sig um nýja miðilin. „Það er án efa mun ákjósanlegra að verða fyrir árásum frá ókunnugu á fólki á Twitter, heldur en að njóta gervihamingju á felum-sársaukann-Instagram,“ sagði Musk.
Samkeppnisaðilar á markaði hafa gagnrýnt hvernig forritið fer með gögn og nálgast gögn notenda. Á meðal gagna sem forritið gæti safnað, samkvæmt Apple App Store, eru upplýsingar um heilsufar og fjárhagsstöðu notenda.