Katrín ætlar ekki að kalla Alþingi saman

Lindarhvoll | 7. júlí 2023

Katrín ætlar ekki að kalla Alþingi saman

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst ekki kalla Alþingi saman í kjölfar þess að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, vegna málefna Lindarhvols var birt opinberlega í gær.

Katrín ætlar ekki að kalla Alþingi saman

Lindarhvoll | 7. júlí 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Andrés Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst ekki kalla Alþingi saman í kjölfar þess að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, vegna málefna Lindarhvols var birt opinberlega í gær.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst ekki kalla Alþingi saman í kjölfar þess að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, vegna málefna Lindarhvols var birt opinberlega í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt mikilvægt að þing verði kallað saman og almenningur eigi rétt á að heyra afstöðu þingheims til málsins. Sendi Sigmundur forsætisráðherra erindi fyrir hönd þingflokks Miðflokksins þar sem óskað var eftir atbeina forsætisráðherra við að kalla þingið saman.

Málið ekki þess eðlis að nauðsyn standi til

Katrín svaraði erindi Sigmundar á þann veg að þingi hafa verið frestað frá 9. júní til 12. september en heimild sé í lögum um að forseti Íslands geti með atbeina forsætisráðherra kvatt Alþingi saman til funda eftir þingfrestun ef nauðsyn beri til.

Sagði hún Alþingi hafa fjallað um málefni Lindarhvols á undanförnum árum og vísaði til skýrslu Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 og þess að greinargerðin frá Sigurði Þórðarsyni hafi verið aðgengileg nefndarmönnum í bæði forsætisnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Þá kom fram í svari Katrínar að stjórnskipunar- og eftirlistnefnd hafi ekki lokið umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar og að nefndin sé sjálfstæð í sínum störfum. Velti hún því upp í svari sínu að á þeim vettvangi verði væntanlega og eftir atvikum metið hvort þörf sé á því nú að fá ríkisendurskoðanda á fund til að spyrja um hans afstöðu og mat á þýðingu greinargerðarinnar fyrir niðurstöðu embættisins.

Benti hún þá á að engar athugasemdir voru gerðar við störf stjórnar Lindarhvols og rekstur þess samkvæmt niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Sagði hún að mat sitt væri að málið væri ekki þess eðlis að nauðsyn standi til þess að Alþingi verði kvatt saman.

mbl.is