Sérfræðingur á vegum Umhverfisstofnunar mun fara um borð í hollenska skemmtiferðaskipið Zuiderdam þegar skipið leggst að bryggju í Reykjavík á morgun.
Sérfræðingur á vegum Umhverfisstofnunar mun fara um borð í hollenska skemmtiferðaskipið Zuiderdam þegar skipið leggst að bryggju í Reykjavík á morgun.
Sérfræðingur á vegum Umhverfisstofnunar mun fara um borð í hollenska skemmtiferðaskipið Zuiderdam þegar skipið leggst að bryggju í Reykjavík á morgun.
Bláa gufu lagði frá skipinu klukkustundum saman þegar það var við bryggju við Akureyrarhöfn í gær. Akureyringar hafa kvartað sáran vegna mengunarinnar en hafnarstjóri Akureyrarhafnar sagði við mbl.is í gær að útblástur gærdagsins heyri til undantekninga.
„Stór hluti af þessu er vatnsgufa en þetta er í grunninn útblástur frá stórri díselvél, jafnvel fleirum en einni. Og það er ekkert bara vatnsgufa,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftmengun hjá Umhverfisstofnun.
Hann útskýrir að stærri skip séu gjarnan með svokölluðum „scrubber“, hreinsikerfi sem fyrst og fremst er notað til þess að hreinsa brennistein en hjálpar til við að hreinsa önnur mengunarefni. Það veldur því gjarnan að vatnsgufan sé meiri en vant er, að sögn Þorsteins.
„Við munum skoða þetta skip þegar það kemur til Reykjavíkur á morgun. Þá fáum við að skoða logbókina. Það eru ákveðnar reglur um skráningu, þar á meðal skráningu um stöðuna á hreinsibúnaði.“